Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 138
136
HUNAVAKA
ólaga, og gjaldi Eyjólfur málskostnað. Ólafur lagði fram sóknarskjal
annað, og kvað ei þörf að svara slíku í varnarskjali Ólsens, er að
engu veikti ástæður sínar; eigi gjöri Norskulög ráð fyrir mála konum,
enda gangi hér eríðir einar og óðalsréttur eftir þeim, og ekki ætli
lög hjónum, að vera aðskildum; en annað, er verjandi slengi til sín,
sé einskis vert, og krafðist, að sóknarskjal sitt verði gilt, og lagði
fram málskostnaðarreikning til 22 dala. Var síðan málinu skotið til
dóms, en skoðunargjörðar skyldi beiðast að Ökrum í Blönduhlíð,
af Lárusi Thorarensen sýslumanni Skagfirðinga, um jarðirnar, hver
betri væri; var Sigurður stefndur, og kom ekki, \ ildi sýslumaður þá
ekkert við gjöra; en annars var eigi við kostur, er hlut átti að; sendi
Sigurður þó engar hindranir sínar.
Síðan dæmdi Blöndal sýslumaður málið í Bólstaðarhlíð, á Úrban-
usmessu 25. maí, með dómsmönnum, er áður voru taldir. Taldi hann
Sigurð á Geithömrum selt hafa Gil í lagaleyfi, eftir kvenna giftingum,
og taki eigi Norskulög til þess, enda ekki móti því; sækjandi hafi
og aldrei sannað ósamþykki konunnar, en víst sé Eyjólfur óðalsborinn
til Gils, og hefði jörðin átt að lögum að bjóðast honum, ef eigi hefði
makaskipti verið; skaut því til laga, og ætlunar lögvitringa, að Eyjólf-
ur mundi hafa átt að lýsa við Sigurð, áður hann seldi, að innleysa
vildi hann jörðina; sé og ekki sannað undirferli af Sigurði, og stefnast
hafði Pétur átt, er orðinn var eigandi; — en fyrir þrætugirni sé ekki
rétt að sekta Eyjólf í því máli, þó honum hafi misskilist lög. Var
því dómsorði lokið á, að Sigurður skyldi frí við málið, en um inn-
lausnarrétt Eyjólfs verði ei gert, fyrr en Pétri sé stefnt sem aðila.
Lúki Eyjólfur 4 dali sýslumanni, og hálfan fjórða með dómsmönnum,
í silfri, fyrir 15. dag frá birtum dómi.
Oft var það, að Eyjólfur kastaði brigslum að Ólsen á þingum
þessum, en hann brá honum aftur því, er ærið þótti til vera, og
einu sinni um Ólöfu Þorleifsdóttur, og kvað hann ekki vera vandan,
er hann tæki drægsli það til fylgilags, og mundi það fara eftir annarri
ráðvendni; Eyjólfur kvað hana líka öðrum af Skagaströnd, (en þaðan
var Ólsen ættaður); heíði hún þó hreint höfuð, og þyrfti ei fyrir
það að blygðast sín, með öðru flciru; Eyjólfur heimti dóma þessa
alla afritaða, og galt fyrir þá; ætlaði, að skjóta þeim fyrir landsyfirrétt,
en þó lét hann af því, og að flestu sýndist honum hamingju fátt.