Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 153
HUNAVAKA
151
hafBi votta að. Sýslumaður spurði þá, hví hún þrætti svo harðlega
fyrst, en meðgekk síðar. ,,Af því — sagði hún - að allir sóttu að
Bjarna mínum, sem hrafnar!“ Tók sýslumaður eið af henni.
Erlendur Guðmundsson reið í Skagafjörð, og vildi finna Björn í
Brekku, áður hann færi á þing; en hann var ekki heima. Beið hann
3 daga, en reið aftur við svo búið; var alsagt, að Bjarni hefði sent
Erlend til Bjarnar, með því erindi, sem hann var vanur, að kaupa
sér meðvitni, og hugðu þá skynsamir menn, að enginn mundi þá
óaldarmaður verri, eða slægari, Bjarna, í Húnaþingi, þó sumir hlutir
þætti honum vel gefnir, einkum er ósjálfráðir voru. Báðir voru þeir
bræður, Bjarni og Sveinn, gjörvulegir álitum, og kallaðir vinir vina
sinna, þó fáir væri.
XXVII. KAFLI
Illvirki - Stuldur Jóns Ólafssonar
Nóttina eftir aftöku þeirra Friðriks og Agnesar, aðfaranótt hins
13. janúar 1830, var reiðhestur Holtastaða-Jóhanns, er Dreyri var
kallaður, stunginn í hesthúsi tvo stingi; haíði annað lagið gengið
í brjóstið, og út undir bóginn, en annað í síðuna, en ekki á hol;
sagt er, að Jóhann vildi ekki sjá hann með sárum þessum, og lét
þegar slá hann af. Var það eignað lausingja þeim, er Sæmundur
hét, Þorsteinsson, af Skagaströnd, Stígssonar; ætluðu flestir, að
Bjarni Strjúgs-mágur keypti hann til, af hatri við Jóhann. Bjarni
var ofláti mikill í klæðaburði, og öðru, og þóttist vanbúinn, að vinna
slíkt; sagt er og, að ærið þungan hug hefði hann á Eyjólfi Jónassyni,
svo sjaldan þættist Eyjólfur óhultur fyrir illræðum hans, en varaðist
þau, sem hann mátti; - en allt fór nú álitlega með þeim Bjarna
og Pétri Skúlasyni.
Strjúgs-Jón reri enn suður á vetrum, þó fast tæki hann að eldast,
og þá lítt heill, og græddi þá fé mikið, þó ærnu væri hann stolinn.
Þingað var enn í málum Strjúgs-Bjarna, og áorkaðist lítið.
Jón hét lausingi einn, Ólafsson, Tómassonar frá Eyvindarstöðum,
er fyrir nokkrum vetrum hafði selt Strjúgs-Jóni hest; blóðjárnaði
Strjúgs-Jón hestinn, svo hann heltist, hélt því eftir af verðinu, og