Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 87
HUNAVAKA
85
ar, og kem ég nú loksins að þeim, voru 2657 og þar báru karlar 125
nöfn og konur 110, að greiningu þess sem hér talar.
Húnvetningar hétu einu nafni hver, enda tíðkuðust ekki tvínefni
á Islandi 1703, ef frá eru talin tvö systkin, sunnlensk, hálfdönsk.
Ættarnöfn voru líka harla fá. En lögmaðurinn í Víðidalstungu er
þó bókaður Páll Jónsson Vídalín. Kona hans heitir eftir sem áður
Þorbjörg Magnúsdóttir, og börn þeirra fimnt eru ýmist son eða
dóttir. Svo er talið að Vídalín sé fyrsta ættarnafn á Islandi, að sjálf-
sögðu dregið af Víðidalur. Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648)
skrifaði mikið handa útlendingum. Hann auðkenndi sig helst með
orðinu Islandus, því að honum þótti þjóðerni sitt ekki til vansa, en
stundum setti hann líka W sem talið er skammstöfun á Vídalínus.
Þess má geta að í manntalinu 1703 er biskupinn í Skálholti, sem var
barnabarn Arngríms lærða eins og lögmaðurinn í Víðidalstungu,
skráðurjón Thorkelsson, þótt við köllum hann jafnan Vídalín. Ætt-
arnafnið Vídalín nær festu í 3. og 4. lið frá Arngrími.
(Næsta ættarnafn á Islandi var svo Thorlacius, en sonarsynir hr.
Þorláks Skúlasonar biskups tóku það upp).
Fátt var sérkennilegt við nöfn Húnvetninga, þegar þetta gerðist,
en það átti eftir að breytast. Nafngjafir þeirra stóðu árið 1703 á
gömlum merg. Mikill meiri hluti manna bar nöfn sem íslensk voru
að uppruna, svo sem Sigríður, Guðmundur, Ragnheiður, Þorleifur,
Þuríður og Hallur.
Flest hin erlendu nöfn, sem einnig voru notuð, og sum hver mik-
ið, höfðu verið tekin upp vegna kristinna áhrifa fyrir lifandi löngu,
svo sem Andrés, Agnes, Jón, Kristín, Margrét og Páll. Þessi nöfn eru
úr grísku, hebresku og latínu, löguð að íslensku málkerfi.
Algengustu nöfn kvenna í Húnaþingi 1703 voru þessi: 1. Guðrún
(322) 2. Sigríður (79), 3. Helga (67), 4. Ingibjörg (66), 5. Valgerð-
ur (57), 6. Ólöf (51), 7. Margrét (48), 8. Þuríður (41), 9. Þórdís
(39), 10. Þórunn (37), 11. Guðný (36), 12. Þorbjörg (34), 13. Krist-
ín (31), 14. Þóra (27) og 15. Halldóra (26). Af þessum 15 algeng-
ustu eru þrettán alíslensk, og hin erlendu, Margrét og Kristín, eru
ekki fyrr en í 7. og 13. sæti. Takið líka eftir því, að sex þessara nafna
eru í tengslum við Þór, og Þuríður og Þórdís þeirra fremst. Þetta er
fornlegt. Meðal karla voru þessi nöfn vinsælust: 1. Jón (283), 2.
Guðmundur (88), 3. Bjarni (76), 4. Sigurður (45), 5. Sveinn (36),
6. Björn (34), (7.-8.) Einar og Ólafur (32), 9. Magnús (30), 10. Þor-