Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 93
HUNAVAKA
91
alla tíð fágætt og dó út um hríð, en var endurnýjað nú á sjöunda
áratugnunt, svo sem það átti skilið. Ellisif hefur mjúkan hljóm og
minnir þar að auki á konu Þórs, tengdagyðjuna Sif(ju).
Á íslandi voru Elísabetar 25 árið 1703, 89 árið 1801, 194 árið
1855, (hlutfallslega flestar í ísafjarðarsýslu), 483 árið 1910 (27.sæti,
1.1%), í þjóðskrá 1982 1401 (nr. 34). Skírðar 15 árið 1985.
Hlíf er fornt nafn og þarfnast ekki skýringa. Litlu mátti \4st
muna, að það dæi út, svo laggott sem það er. Manntal eftir manntal
voru Hlífarnar á landinu öllu 1-5, og á 19. öld björguðu Húnvetn-
ingar einir því frá glötun. Nú hefur konum með þessu nafni fjölgað
til rnuna, enda þótt það hafi ekki enn komist inn í tískubylgjuna
sem seinna nafn af tveimur, þar sem það er þó eitt atkvæði eins og
Björk, Osk og Dögg.
Afar skrýtið nafn er í manntali Húnvetninga 1801, bókað Jos-
evæn. Þessi kona var fædd 1781, Björnsdóttir og var þjónustustúlka
sr. Ásmundar Pálssonar sem þá gegndi Auðkúlusókn aldraður. Á
þessum tíma var engin Jósefína á Islandi, og verð ég að svo komnu
að fallast á þá tilgátu Lárusar Zophoníassonar amtsbókavarðar, að
þetta sé þáverandi íslensk gerð Jósefínu-nafns.
Árið 1845 var Jósevæn komin að Löngumýri í Skagafirði, og þá
eru skráðar þrjár Jósefínur. Árið 1855 finn ég ekki merki um
Jósevæn Björnsdóttur, enda væri hún þá all öldruð, ef lifði. Þar að
auki hefði Sigurður Hansen getað talið hana með Jósefínum. Hann
var nokkuð djarfur að stafsetja nöfn efdr geðþótta sínum eða brey-
ta því sem honum þótti „rangt“, er hann skrásetti nöfn úr manntali
1855.
Marsibil er gamalt konunafn hérlendis, eða stundum í lengri
gerð Marsibilla. Nöfn þessi eru í gömlum sögum og rímum, upp-
runi kallast óvís. Einhvern veginn fínnst mér reynandi að skipta
Mar og Sibil, en stundum er reyndar skrifað Marzihil. Ef við gerum
ráð fýrir Sibil(la), þá er það ættað úr grísku, en meðal Rómverja
voru þær konur nefndar sibyllur sem voru talsmenn fornra vé-
frétta. Frægar í fornöld voru svonefndar Sibyllu-bækur.
Marsibilar voru hér 16 1703, og þar af 14 í Snæfellsnessýslu. Síð-
an dreifðust þær um landið, og er frægust af Hjálmari syni sínum
Marsibil Semingsdótdr, en sá sonur oft kenndur við Bólu. Nafnið
hefur aldrei orðið örfágætt og er enn skírt á síðustu árum.
Sigurlaug. Þessi samsetning ætti að tákna valkyrju, ef þetta er ekki