Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 130
128
HUNAVAKA
sýnna en að okkur mundi á örstuttri stund reka upp á skerin, og þá
var vandalaust úr því að ráða, hver örlög okkar yrðu. Báturinn
mundi á svipstundu brotna í spón og engum verða lífs auðið.
Nú voru skjót ráð dýr, og reynir ekki á kappann, fyrr en á hólm-
inn er kornið. Formaðurinn lét heldur ekki á sér standa. Hrópar
hann hárri raustu til ræðaranna, svo að yfirgnæfir brimsog og
storm, og heitir á þá, með ákveðnum orðum hins vana stjórnara að
duga nú vel, því að um líf eða dauða sé að tefla. Var því boði svika-
laust hlýtt.
Nú liðu nokkur andartök, allir stóðu á öndinni, lostnir skelfingu,
meðan úr því var skorið, hvort hættunni yrði afstýrt. En þau andar-
tök munu flestum hafa orðið löng.
Enginn nema sá, er reynt hefur, getur gert sér fyllilega grein fyrir
liugarástandi þeirra manna, sem berjast upp á líf og dauða við öfl
Ægis. Og þó er ef til vill enn verra að setja sig inn í hugarástand
þeirra, sem eru hluttakendur í baráttunni, berast nær hættunni og
geta ekkert gert, nerna horfast varnarlausir og aðgerðarlausir í
augu við ógæfuna.
Eg geri ráð fyrir því, að þessi stund hafi nokkuð oft hvarflað í
huga þeirra, er sátu þarna í bátnum. Báturinn hentist til og frá á
öldunum, eins og leiksoppur. Ymist hófst hann upp með öldu-
hryggjunum, eða stakkst niður í öldudalina, og jafnt og þétt þeytt-
ist særokið yfir okkur, svo að hvergi var þurr þráður eftir. Og um-
hverfis grúfði náttmyrkrið, svart og illúðlegt, en í námunda sást
marka fyrir ægilegum skerjum, sem gátu þýtt dauðann fyrir okkur
öll. Um stund varð ekki greint, hvort báturinn færðist úr stað.
Hann rak ekki lengur, og vissan um það kveikti nokkra von. Og svo
var allt í einu sem Ægir léti undan síga. Voru það bænir þeirra, sem
horfðust í augu við dauðann, er gáfu þessum sex mönnum },firnátt-
úrulegan kraft til þess að knýja bátinn áfram? Eða dáðist Ægir svo
mjög að vaskleika þessara samhentu manna, að hann vildi þyrma
þeim? Hver veit?
Fagnaðarópin gullu við í bátnum, þegar \'ið urðum þess vör, að
við fjarlægðumst skerin. Og fjarlægðin óx smátt og smátt. Aður en
leið á löngu, vorum við aftur komin út á rúmsævi. Og loks náðum
við Geir. Allir komust klakklaust upp á skipið, en er farangurinn var
tekinn upp úr bátnum, var hann heldur illa útleikinn af ágjöfinni.
Var honum kontið fyrir á þiljum uppi, því að ekki var um annað