Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 162
160
HÚNAVAKA
manna og hegðan, refsaði brotlegu fólki með féláti og ýmiss konar
yfírbótum og veitti aflausn þeim sem gengu til skrifta, játuðu sekt
sína og iðruðust brotanna. Lögmálið var strangt og því beitt einatt
óvægilega eða svo finnst okkur nútímamönnum. Þá var önnur öld,
annar hugsunarháttur, annað viðhorf til mannfélagsmála, annað
mat á því hvað leyfilegt þótti í breytni og framkomu. Fótur hefur
efalaust verið fyrir sögnum um fégræðgi og fjárpyndingar kirkjunn-
ar manna við þá er þeir áttu sökótt við. En hitt mun miklu almenn-
ara að þeir hafi rækt störf sín af fullri réttsýni, trúmennsku og ein-
lægni við trú sína.
Hætt er við að sum bænhúsin í Höskuldsstaðasókn hafi ekki verið
sem veglegust. Otal dæmi sýna að ástand kirkna og einkum hinna
smærri hefir oft verið ömurlegt. I máldögum er oft sagt um þær að
þær séu lítt standandi eða jafnvel niðri. Það hefir fleiri orsakir en
trassaskapinn sem talinn hefir verið íslensk þjóðarfylgja. Viðar-
flutningar til landsins voru litlir og íslenskur rekaviður seinunninn
til húsagerðar. Það var því algengast að kirkjur væru byggðar, sem
önnur hús á Islandi, með torfveggjum og torfþaki. Timburkirkjur
voru fágætar og þótti stórmannlegt að byggja þær þannig enda
ekki í það ráðist nema á helstu stöðum og höfuðbólum. En þann
stórhug áttu Höskuldsstaðaprestur og sóknarmenn hans er þeir
byggðu upp kirkju sína á síðasta tug 14. aldar og Pétur biskup Niku-
lásson vígði 2. júlí 1395. Sú kirkja var virt á 40 hundruð og var sam-
kvæmt skrá er gerð var 37 árurn síðar, 1432, um kirkjur í Hólabisk-
upsdæmi, ein hæstmetna kirkjan þar. Að þessu fordæmi, hinni fýrri
gerð, hefir búið jafnan síðan. Kirkja á Höskuldsstöðum hefir verið
endurbyggð um það bil tvisvar á öld. En allar vísitasíur og skoðun-
argerðir sem til eru sýna það að sóknarmenn hafa aldrei brugðist
þeirri hugsjón að eiga sér myndarlegt guðshús, stórmannlega hugs-
að og byggt. Þegar smíði þeirrar kirkju, er nú stendur, var hafið fyr-
ir 74 árum, var hún færð úr kirkjugarðinum þar sem hún hafði
staðið öldum saman og byggð öll meiri um sig og háreistari en sú
er áður var.
I kaþólskri tíð átti Höskuldsstaðakirkja margt gripa og var rík-
mannlega búin innan veggja á allan hátt. Meðal annars átti hún alt-
aristöflu, líkneski helgra manna og skrín með helgurn dómi. Ekki
er örmull eftir af gripum þeim. Tímans tönn hefir eytt þeim öllum,
sumum efalaust ofstækisfullir siðaskiptamenn. Svipaða sögu er að