Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 250
248
HÚNAVAKA
að þessu verkefni í október til
desember og þá úrbeinuð alls
39 tonn. Um áramótin hafði
tekist að slátra öllum þeim grip-
um er á skrá voru.
Hrossum var slátrað frá því í
maí og fram í desember. Alls var
slátrað á árinu 1.403 hrossum
og skiptist þannig á rnilli teg-
unda: Folöld 990, meðalþungi
83,89 kg. Tryppi 13, meðal-
þungi 129,54 kg. Hross 400,
meðalþungi 186,93 kg. Heildar-
kjötmagn var 159.505 kg sent er
með allra mesta móti, enda eðli-
legt þegar litið er til fjölda full-
orðinna hrossa. Sölufélagið hóf
á árinu samstarf við Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna um út-
flutning á hrossakjöti til Japan.
Utflutningurinn gekk mjög vel
og hefur ekki í sögu félagsins
orðið meiri. Kjötið er flutt út úr-
beinað og sá Nýja-Bautabúrið
um vinnsluþáttinn. Alls fóru
héðan rúm 35 tonn á þennan
ntarkað. Söluhorfur á folalda-
kjöti eru mun vænlegri á fram-
leiðslu ársins 1994 en var á fyrra
árs framleiðslu, en verð hafa
lækkað mikið.
Svínaslátrun jókst verulega frá
fyrra ári. Slátrað var 513 svínum
og var skipting þannig: Grísir
503, meðalþungi 63,69 kg. Gylt-
ur átta, meðalþungi 125,75 kg
og geltir tveir, meðalþungi
105,50. Kjötmagnið var 33.253
kg á móti 11.093 kg 1993 og
jókst framleiðslan því um 200 %
Sala svínakjöts gekk ágætlega,
en verðin voru í lægra lagi.
Ullarmóttaka jókst lídlsháttar
á árinu eða um 1.535 kg og varð
alls 56.623 kg.
Kjötvinnsla félagsins var rekin
með svipuðu sniði og undanfar-
in ár. Til nýmæla þar má þó
telja að í haust fékk Kjötvinnsl-
an þýskan sérfræðing í úr-
vinnslu á hrossakjöti til liðs við
sig. Klaus F. Rund heitir þessi
ágæti maður og hannaði hann í
samvinnu við starfsfólk Kjöt-
vinnslunnar margar vöruteg-
undir, aðallega álegg, úr hún-
vetnsku hrossakjöti. Móttökur
neytenda hafa verið góðar og
gerir starfsfólk Kjötvinnslunnar
sér góðar vonir um að þessar
tegundir nái fótfestu á markaði.
Starfsmannahald er lítið
breytt frá árinu 1993. í slátur-
húsi og kjötyinnslu unnu 18
manns, í mjólkurstöð 10 og bif-
reiðastjórar tveir. Á skrifstofu
eru tveir. Þess utan korna 3 til 5
stafsmenn inn þegar stórgrip-
um er slátrað.
Stjórn SAH skipa: Magnús
Olafsson, Sveinsstöðum, for-
maður. Jóhanna Magnúsdóttir,
Ártúnum, varaformaður. Rafn
Sigurbjörnsson, Örlygsstöðum,
ritari. Jón Gíslason, Stóra-Búr-
felli og Birgir Gestsson, Kornsá,