Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 270
268
HÚNAVAKA
1897 og í mars 1898 var sýnt
leikritið Tímaleysinginn. Hlé
varð á leikstarfsemi frá um það
bil árinu 1906 til 1923.
Um 1926 - 1927 var stofnað
leikfélag sem starfaði til ársins
1930. Eftir það var það Ung-
mennafélagið Hvöt (stofnað
1924) sem hélt lífinu í leiklist-
inni og sýndi á hverjum vetri til
ársins 1942.
Það var svo þann 30. október
1944 að nokkrir félagar úr Umf.
Hvöt stofnuðu Leikfélag
Blönduóss. Eftir því sem heim-
ildir herma voru stofnfélagarnir
eftirtaldir: Tómas R. Jónsson,
Jakobína Pálmadóttir, Bjarni
Einarsson, Kristín Tómasdóttir,
Guðrún Einarsdótdr, Margrét
Jónsdótdr, Þórður Pálsson,
Sverrir Kristófersson, Helgi B.
Helgason, Stefán Þorkelsson,
Jón Jónsson og Konráð
Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja
Leikfélags var Ævintýri á göngu-
för og síðan hefur leiklistarstarf
haldist gangandi nær óslidð
fram til dagsins í dag.
Til gamans má geta þess að
fyrsta Húnavakan var haldin hér
árið 1948 og var þá sýnt leikritið
Maður og kona. Þetta sama leik-
rit var svo sett upp 16 árum síð-
ar sem fyrsta verk í nýju og
glæsilegu félagsheimili. For-
menn leikfélagsins frá upphafi
hafa verið sem hér segir: Tómas
R. Jónsson, Bjarni Einarsson,
Skúli Pálsson, Jóhanna Agústs-
dóttir, Sigurður H. Þorsteins-
son, Sveinn Kjartansson, Bene-
dikt Blöndal Lárusson, Njáll
Þórðarson, Jón Ingi Einarsson
og Guðmundur Karl Ellertsson.
Gudrnundur Karl Ellertsson.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
BLÖNDUÓSI.
Inngangur.
A árinu 1994 var lausafjár-
staða útibússins góð, eins og
áður. Aukning innlána í útibú-
inu á árinu 1994 var um 49.225
Jaús. eða um 3,2%, en innláns-
aukning í bankanum í heild var
um 2,4%.
Samdráttur varð í útlánum í
fyrsta sinn í sögu útibússins, og
lækkuðu heildarútlán um
129.548 þús., eða um 10,0%,
þar af lækkuðu afurðalán um
67.502 þús.
A árinu var hafin útgáfa
debetkorta hjá öllum bönkum
og sparisjóðum, sem mætti
nokkurri gagnrýni í upphafi, en
í dag eru debetkortin einn mest
notaði greiðslumiðillinn og hef-
ur valdið því að verulega hefur
dregið úr tékkanotkun.
Verður nú nánar vikið að ein-