Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 204
202
HÚNAVAKA
Auðbjörg og Sigurður eignuðust fímm börn. Þau eru: Hólmfríð-
ur Auðbjörg, búsett í Hveragerði, Albert Sveinbjörn, kvæntur
Svövu Leifsdóttur, búsett á Blönduósi, Hafþór Orn, kvæntur Ragn-
heiði Þorsteinsdóttur, búsett á Blönduósi, Sigrún Björg, gift Herði
Kristinssyni, búsett í Eyjafirði, Bergþóra Hlíf, gift Olafi Þorsteins-
syni, búsett á Blönduósi.
í sveitinni tók Auðbjörg þátt í öllum störfum, úti og inni. Hún
ræktaði kringum sig, bæði gróður og mannlíf, hlúði að fjölskyld-
unni, stundaði gestrisni, tók þátt í kvenfélagi og kirkjukór. Hún var
iðin við ljóðagerð og skriftír, liafði gaman af að ferðast og fræðast
og vera innan um fólk. Gleði og góðmennska einkenndi hana.
Hún var tilbúin að gera allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa.
Eftir flutninginn til Blönduóss fann Auðbjörg sér næg verkefni,
þótt hún saknaði sveitarinnar. Hún orti:
Hugurinn leitar heim í sveit
þar hlýjum reit skal farga.
Ævin breytist, enginn veit,
ellin þreytir marga.
Þig ég kvaddi, því er ver,
þín eru fögur löndin,
ellin bar mig burt frá þér,
blessuð Skagaströndin.
A Blönduósi fann Auðbjörg ný verkefni, gróður og menn til að
bera umhyggju fyrir. Hún hafði yndi af að dvelja í Fagrahvammi og
hlúa að gróðri þar. Hannyrðir af ýmsu tagi tóku tíma, félagsstarf
aldraðra veitti gleði og aðstoð við Heimilisiðnaðarsafnið sömuleiðis.
Síðustu æviárin báru merki ellinnar. Þá var gott að eiga börn
nærri til að endurgjalda umhyggju. Sigurður lést sumarið 1992 en
þá voru bæði hjónin búin að dvelja nokkurn tíma á sjúkrahúsinu,
og eftir það dvaldi Auðbjörg á elli- og sjúkradeildum uns yfir lauk.
Að leiðarlokum geyma ástvinir og samferðamenn dýrmætar
minningar og þakklæti fyrir allt sem Auðbjörg auðgaði líf þeirra
með.
Utför Auðbjargar fór fram frá Blönduósskirkju 24. september.
Stína Gísladóttir.