Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 119
HUNAVAKA
117
Laura hafnar sig á Sauðárkróki
1 góðu veðri sigldi póstskipið Laura, eign Sameinaða danska eim-
skipafélagsins, inn Skagafjörð, þriðjudaginn 15. mars 1910, og
varpaði akkerum á höfninni á Sauðárkróki. - Hefði einhver látið
svo um mælt daginn þann, að skjótlega mundi draga skugga fyrir
heillastjörnu þessa fagra skips og dagar þess brátt verða taldir, og
þótt næsti dagur hefði ekki verið tilnefndur í því sambandi, er al-
veg víst að sá, er þannig hefði spáð, hefði vart verið talinn með öll-
um mjalla, því að svo var trausdð á skipinu mikið og var það síst að
ófyrirsynju.
I öll þau tuttugu og átta ár, er Laura hafði þá verið í förum hér
við land, hafði hún verið dæmalaust happaskip; aldrei hlekkst neitt
á - eða nokkurn tíma misst út mann. Geta þó allir gert sér í hugar-
lund, að ósjaldan muni hafa blásið óbyrlega er hún var hér í vetrar-
ferðum og varðist áföllum í ofViðrum með frosthörkum og blind-
hríðum, að ógle)Tndum ísnum, sem tíðara lagðist að ströndum
landsins þau ár, er Laura var í Islandsferðum heldur en hin síðari
ár. Og hugdjarfir, vaskir, framúrskarandi gætnir og athugulir hafa
þeir sjómenn verið er stóðu á stjórnpalli skipsins um svo langt ára-
bil og stýrðu því jafnan heilu í höfn. Því var það að vonum að marg-
an setti hljóðan daginn eftir er fregnin um það, að Laura væri
strönduð, barst út um landið. Enn einu sinni var fengin sönnun fyr-
ir því að allt er hverfulleikanum háð og fáu er að fulltreysta.
Á Skagafirði
Er lokið var afgreiðslu Lauru á Sauðárkróki, var degi tekið að
halla. Tilkynnt hafði verið, að þaðan mundi haldið af stað um
kvöldið og voru því allir farþegar komnir út í skipið, að afgreiðslu
þess lokinni, en um það leyti fór að þykkna í lofti og mátti glögg-
lega greina að norðangarður var í aðsigi. Það varð því að ráði að
brottferð var frestað og skyldi bíða birtu. - Hins vegar færði skipið
sig um kvöldið af legunni, en þar hafði það legið frekar grunnt, og
lengra fram á fjörðinn.
Margir farþegar voru með skipinu er það kom til Sauðárkróks og