Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 125
HUNAVAKA
123
A kaupfélagstúninu. Frá vinstri: Gísli Isleifsson sjslumabur, Carl Bemdsen kaupmaður,
Evald Hemmert verslunarstjóri ogjón A. Amason sjsluskrifari.
Er upp á bakkann kom, var okkur öllum boðið heim að Hólanesi,
og tók húsfreyjan þar, frú Steinunn, kona C. Berndsens kaup-
nianns, á móti okkur og færði inn í hlýja stofu. Held ég, að allir hafi
þá orðið ylnum fegnir, bæði þeim yl, er arineldurinn breiddi út um
stofuna, og eigi að síður hinum, er einkenndi allar móttökur hús-
freyjunnar.
Hresstust flestir furðu fljótt og vel, og er undir borðum var setið,
rifjuðust upp ýmis atvik frá því, er ógnvænlegast horfði. Þóttu sum
þeirra ærið spaugileg, eins og lítillega sést af því sem, áður er ritað.
En nú bar nýjan vanda að höndum. Kaupmaðurinn, sem um dag-
inn hafði verið að heirnan, kom nú heim, og hafði tekið að sér að
hýsa yfirmennina af skipinu. Var því ekki um annað að gera fyrir
okkur, er fyrir vorum, en leita náttstaðar annars staðar.
Kunnugir menn voru fengnir til þess að telja upp alla bæi þar í
nágrenninu og húsráðendur, ef svo vildi til, að skipbrotsmenn
þekktu einhverja þeirra. Jafnframt var gerð áætlun um það, hvað
marga mundi vera hægt að húsa á þeim bæjum, er líklegastir þóttu
til að bera niður á. Því næst var farið út í hríðina og náttmyrkrið, og
hélt hver, eftir tilvísun, til þess bæjar er hann skyldi leita griðastað-
ar á.
Móðir mín og við systkinin héldum heim að bæ þeim, er Lækur