Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 258
256
HUNAVAKA
sjúkrahússins. Boðinn var út
áfangi sem felur í sér frágang á
rými á annarri hæð og fleira og
undirritaður hefur verið samn-
ingur viö Stíganda hf. um þann
áfanga. Samningsupphæðin er
um 19 milljónir.
A árinu var unnið talsvert við-
liald við Bókhlöðuna, gert við
glugga, skipt um gler, húsið
málað utan og fleira. Eignar-
hlutur héraðsnefndar á móti
ríkissjóði er 47,49%.
Á árinu afsalaði héraðsnefnd
eignarhluta sínum í húsnæði
heimilisiðnaðarsafnsins til
safnsins.
I tilefni þess að Jón Isberg
varð 70 ára og lét af störfum
sem sýslumaður Húnvetninga
héldu héraðsnefndir A-Hún. og
V-Hún. honum og konu hans,
Þórhildi ísberg, sameiginlegt
hóf, sunnudaginn 24. apríl, í
Iþróttamiðstöðinni á Blöndu-
ósi. Um 400 manns sátu hófið.
Héraðsnefndirnar færðu þeim
hjónum gjafir, útskorna bóka-
hillu og útskorna gestabók.
Áiið 1994 hófst vinna við
skipulagningu miðhálendisins á
vegum Umhverfisráðuneytisins.
Sigurjón Lárusson, Tindum, er
fulltrúi héraðsins í landsnefnd
sem starfar undir forsæti Snæ-
björns Jónassonar, fyrrum vega-
málastjóra.
Á árinu tók dl starfa sameigin-
leg barnaverndarnefnd sveitar-
félaga í A-Hún. sem sinnir öll-
um barnaverndarmálum í hér-
aðinu. Fyrsti formaður hennar
er Sigrún Kristófersdóttir,
Blönduósi. Aðrir í nefndinni
eru: Hjördís Jónsdóttir, Leys-
ingjastöðum, Elín Sigurðardótt-
ir, Torfalæk II, Sigríður Halla
Lýðsdóttir, Skagaströnd og Stef-
án Olafsson, Blönduósi.
Á fundi héraðsnefndar á
Húnavöllum 13. júlí var ákveðið
að héraðsnefnd skuli ráða sér
starfsmann í 40% hlutastarf á
móti Ferðamálafélagi A-Hún.
Alls bárust 17 umsóknir um
starfið. Ofeigur Gestsson,
Blönduósi, var ráðinn og tók til
starfa 1. september. Fjárhagsá-
ætlun ársins 1995 var afgreidd á
fundi héraðsnefndar 16. desem-
ber. Sameiginleg útgjöld sveitar-
félaga í héraðinu eru áætluð
tæplega 30 milljónir. Mestu er
áætlað að verja dl reksturs Tón-
listarskóla A-Hún., tæplega 8,7
milljónum, til Fjölbrautarskóla
Norðurlands vestra fara 5,5
milljónir og Sæborg, dvalar-
heimili aldraðra á Skagaströnd
fær fjórar miljónir sem fer að
mestu til afborgana lána.
Ofeigur Gestsson.