Húnavaka - 01.05.1995, Blaðsíða 108
106
HUNAVAKA
að hún hefði haldið sér til ærins angurs, að það merkti „ljóta kerl-
ingin í berginu, Grýla“, og henni var vorkunn. En berg í Bergljót er
stofn sagnarinnar að bjarga, og ljót í mannanöfnum er skylt ljós, e.
light. Bergljót er „hin bjarta bjargvættur", hvorki meira né minna.
Ljótunn mætti þýða „ljóselsk".
Hið ágæta nafn Guðlaug=„sú sem vígð er guðum“, mátti verjast í
vök. Sumir slitu þetta í sundur og sögðu guð laug, og var það ekki
hámark ósvífninnar að bera lygi upp á guð almáttugan? Þá mis-
skildu menn og sneru út úr ágætum nöfnum eins og Astríður, Guð-
ríður og Ingiríður, en Sigríður slapp einhvern veginn við slíkt.
Seinni hluti þessara nafna er þó orðinn til úr fríður og merkir ekki
lakara en ást, vinátta og vernd.
Þetta ætti að kenna okkur að fræðslu um merkingu og uppruna
mannanafna ætti að taka upp í skólum, áður en við týnum fjölda
góðra og þjóðlegra nafna fyrir ntisskilning.
Auk þeirra nýju kvennanafna, sem áður gat og borin voru af 5
eða fleiri 1845, höfðu þessi kvennanöfn numið land í Húnavatns-
sýslu, ýmist alútlend eða heimasmíðuð með framandi endingum:
Benónía, Jónea, Jónesa, Karólína, Iílementína, Medonía og
Rósída. Er nokkurra þeirra áður getið. Þá er einnig áður minnst á
sæg karlanafna sem hefjast á hebreska orðinu Jó=guð eða enda á
mann að þýskum og dönskum hætti. Eigi að síður er mikil festa í
nafngjöfum Húnvetninga. Af 10 algengustu kvennöfnum 1703 og
1845 eru fimm hin sömu: Guðrún, Ingibjörg, Sigríður, Helga og
Margrét, 4 þeirra alíslensk.
Af 10 algengustu karlanöfnum 1703 og 1845 eru 6 hin sömu: Jón,
Guðmundur, Sigurður, Bjarni, Björn og Olafur. Af þessum eru 5 al-
íslensk.
Hinn gamli þjóðlegi kjarni var óspilltur, þótt ýmislegt erlent krað-
ak hefði rekið á fjörur. Mestu skiptir að enn voru nær allir Hún-
vetningar son og dóttir. A tímabilinu koma aðeins fyrir tvö ættar-
nöfn: Vídalín og Blöndal.
Flestir hétu enn einu nafni, aðeins 145 af 3986 báru tvö nöfn, og
er það þó langtum meira en á Suðurlandi.
Grundvöllurinn, sem á var byggt, er enn traustur, enda væri þjóð-
erni okkar mikið áfall, ef við hættum að vera son og dóttir. Það væri
ekki miklu minna en þess konar heimsslys sem af því hlotnaðist, ef
við týndum stuðlum og höfuðstöfum úr bundnu máli okkar. „Festa