Húnavaka - 01.05.1997, Side 12
10
HÚNAVAKA
rúnarstöðum, kvæntur frænku minni í móðurætt, Guðrúnu Jónsdóttur
frá Oxl. En ætt mín er úr Húnavatnssýslu. Móðurættin er úr Víðidal, frá
Þorkelshóli og Nýpukoti. Móðuramma mín var Soffía Baldvinsdótdr, Ara-
sonar, Sigfússonar Bergmann. Sumt af systkinum ömmu fóru til Vestur-
heims um aldamótin, svo sem Halldóra systir hennar og er margt fólk í
Minnesóta skylt okkur. Móðurafí minn, Jón Guðjónsson, var ættaður úr
Blönduhlíð í Skagafirði en af honum kann ég lítið að segja.
Faðir minn, Magnús Magnús-
son, einn af Ægissíðubræðrum,
var ritstjóri Varðar og seinna
Storms. Hann var lögfræðingur
að mennt. Ættartala er til sem
samin var af Ættfræðistofu Steins
Dofra og nær hún allt til Egils
Skallagrímssonar sem er auðvitað
mjög gaman ef satt er. Hér á
Blönduósi bjó Kristinn Magnús-
son, annar föðurbróðir minn, og
kynntist ég honum og hans góðu
konu, Ingileif, þegar ég kom hér
fyrst 1927, þá 10 ára að aldri, en
það sumar var ég hjá Rannveigu
Líndal á Kvennaskólanum. Hún
dvaldi þar þetta sumar og bað
mömmu mína að lána sér mig til
skemmtunar og snúninga.
Móðir mín, Halldóra Sigríður
Jónsdóttir, var fædd á Torfalæk en
alin upp á Skinnastöðum og voru
þær Rannveig skólasystur frá
Kvennaskólanum í Reykjavík að ég held. Þetta var mjög skemmtilegt og
fræðandi sumar fyrir mig. Rannveig var elskuleg og fróð kona, nýlega
búin að vera á Grænlandi að kenna konum þar í landi ýmsar matreiðslu-
og garðyrkjulistir. Margir komu að heimsækja Rannveigu, þar á meðal
þær Friðfinnssystur, Hulda og Sigga, sem fengu lánuð reiðhjól til þess að
komast út íyrir ána. Þess má geta að þetta sumar giftu þau sig Asta Sig-
hvatsdóttir kennslukona á Kvennaskólanum og Karl Helgason símstjóri
hér á Blönduósi. Þegar þau komu norður tók Rannveig á móti þeim og
gistu þau nokkrar nætur á meðan þau voru að koma sér fyrir. Rannveig
var búin að viða að sér nýju nautakjöd sem hún lagði í lög mikinn og bjó
til súrsteik og fleira. Einnig hafði hún margs konar grænmed sem hún
ræktaði í skólagarðinum. Einn daginn fór hún með mig út í kaupfélags-