Húnavaka - 01.05.1997, Side 14
12
HUNAVAKA
bílstjóra sem átti að kenna honum akstur en er þeir komu að Selásnum í
Línakradal á Bogi að hafa farið út úr bílnum og sagt bílstjóranum að
koma líka út en láta bílinn fara einan niður þar eð þetta væri hættustað-
ur!! Ráðskonu hafði Bogi sem stundum læsti hann úti og barði hann þá
á glugga og sagði háum rómi: „Hvort á húsið, þú eða ég?“
Ekki veit ég um sannleiksgildi sagna þessara en þetta var oft sagt:
Hvort á húsið, þú eða ég? og þá vitnað í sýslumanninn.
Kristján Arinbjarnar var læknir og tóku þau, Guðrún kona hans og
hann, kjörson er Halldór hét og var Danivalsson. Hafði faðir hans misst
konu sína frá tveimur ungum börnum og þar eð læknishjónin áttu eng-
in börn var þeim mikill hugur á að ættleiða Halldór litla. Faðir hans var
í kaupavinnu í Skagafirði og hugsaði þetta víst lengi en sagði móður
minni og fleira fólki að hann hefði séð að þetta væri barninu fyrir bestu
þó að sárt væri að sjá á eftir drengnum frá sér. Halldór varð síðar læknir
og mjög virtur af sínum sjúklingum. Hann varð heimilislæknir bróður
míns í Reykjavík og harmdauði öllum er hann Iést um aldur fram. Krist-
ján og Guðrún eignuðust síðan annan son, Ragnar, líka lækni og fyrrver-
andi eiginmann Vigdísar Finnbogadóttur.
Sæmundsenhús var þá, sem nú, nærri bakka Blöndu. Stundum var far-
ið á bát yfir ána þar fyrir neðan til þess að stytta sér leið norður yfir.
Þarna bjó Þuríður Sæmundsen, þá orðin ekkja og átti þrjú börn: Þor-
gerði, Magdalenu og Pétur, sem var með afbrigðum fallegur drengur.
Kona var þarna sem mér fannst ævagömul en var það sjálfsagt ekki. Hún
var kölluð Æja en hét Sigurlaug Stefánsdóttir. Hún var mjög góð og
vinnusöm. Ingileif og Kristinn frændi leigðu hjá frú Sæmundsen og
deildu þær eldhúsi með sér. Ingileif var bæði falleg og myndarleg og
man ég að hún hafði moðsuðukassa í horninu á eldhúsinu, lét koma upp
suðuna á graut eða kartöflum, setti síðan í þennan kassa og mallaði þetta
síðan áfram þar til fullsoðið var. Hefi ég hvergi séð þetta annars staðar.
Verslanir voru: Kaupfélagið fyrir utan á en sunnan ár, Hemmertsversl-
un, Verslun Einars Thorsteinssonar, Þorsteinsbúð og verslun Kristins
Magnússonar frænda.
Gisting var hjá Hjálmfríði og Páli. Var nokkuð mikið að gera og danskir
ferðamenn komu þar. Tvö síðari sumrin mín hér á Blönduósi var ég hjá
Björgu og Einari Stefánssyni að gæta dóttursonar þeirra, Einars Evensen,
var hann þá lítill hnokki, tveggja til þriggja ára og góður strákur. Fórum við
Einar, Björg, litli Einar og ég upp að Glaumbæ og vorum mest allt sumarið
þar hjá Stefáni syni þeirra er þá bjó þar. Hafði hann jörðina á leigu en eig-
andinn var Páll ffá Geitaskarði er hafði farið til Vestmannaeyja. Það var mjög
gott og gaman að vera í Glaumbæ og er við komum niður á Os í byrjun sept-
ember voru allir nýkomnir á fætur þar og þótti mér það mjög undarlegt en
sveitaklukka var í Glaumbæ og allir komnir á fætur þar fyrir langalöngu.