Húnavaka - 01.05.1997, Síða 15
HÚNAVAKA
13
Fjölskyldan flutd til Hafnarfjarðar
Haustið 1929 fluttum við öll, í minni fjölskyldu, til Hafnarfjarðar en áður
vorum við búsett í Mellandi rétt fyrir ofan Hvammstanga. Þar var fallegt
og víðsýnt í allar áttir enda reis nýja kirkjan á Hvammstanga rétt fýrir
sunnan þann stað er Melland stóð á. Þykir mér mjög leitt til þess að vita
að þessi fallegi, gamli bær var riflnn ekki alls fyrir löngu en líkan af hon-
um er þó á safni á Hvammstanga. Við áttum til kirkju að sækja að Kirkju-
hvammi. Þar bjó þájóhannes bóndi. Ekki man ég hvers son hann var en
hann var góður og gegn maður. I Syðstahvammi bjó Sigurður Davíðsson
sem líka rak verslun á Hvammstanga með undursamlega fjölbreytta vöru.
Voru konur alltaf að versla hjá honum og sagðist hann alltaf hafa „eitt-
hvað smávegis“ handa þeim enda fór svo að hann var nefndur Siggi smá-
vegis í daglegu tali. Helguhvammur og Kothvammur voru ofar og norðar
og voru þar einnig fallegir garðar, sérstaklega mikið af íslenskum blóm-
um í þeim.
Stjúpi minn, Magnús Jónsson, fékk snemma heymæði og varð að
hætta búskap og selja sínar kindur, hross og kú. Hann hafði mikla
ánægju af skepnum og búskap og rétt áður en við fluttum var hann beð-
inn að verða ráðsmaður á Þorkelshóli en heilsunnar vegna gat hann ekki
tekið það að sér.
Arin í Hafnarfirði
I Hafnarfirði var ég í tíunda bekk barnaskólans og var fermd vorið 1930
í Þjóðkirkjunni af séra Arna Björnssyni. Næsta vetur fór ég svo í Flens-
borg og tók þaðan gagnfræðapróf eftir þrjú ár. Var það góð undirstöðu-
menntun enda mér sagt fyrir nokkru af sýslumanni einum, er ég hitti á
Islendingamóti í London, að þaðjafngild núverandi stúdentsprófí. Þar
var mjög góður íslenskukennari, séra Þorvaldur Jakobsson, afi Vigdísar
fyrrverandi forseta, og hafði ég bæði mikla ánægju og gagn af hans
kennslu. Hefði ég vafalaust haldið áfram í íslenskum fræðum og máli ef
efni hefðu leyft en efdr gagnfræðapróf þurfti ég auðvitað að leita mér
að starfí. Fór ég í kaupavinnu á sumrin, meðan ég var í Flensborg, eitt
sinn austur að Flögu í Flóa. Þar bjó mikill dugnaðarbóndi, Magnús að
nafni, með konu sinni og 10 börnum, allt harðduglegt fólk. Snemma var
farið á fætur og seint hætt. Þar var fyrir kaupamaður er Jafet hét. Sagðist
hann ekki vilja vinna þennan langa dag sem væri ekki eftir Dagsbrúnar-
reglum. Dagsbrún var verkamannafélagið í Reykjavík. Hann spurði hvort