Húnavaka - 01.05.1997, Page 17
HÚNAVAKA
15
Og þar með var lokið dvöl í sveitinni
Ekki fór ég oftar í kaupavinnu en fór að vinna á Nuddstofu Sigríðar Snæ-
land í Hafnarfirði. Móðir mín, Halldóra Sigríður, hafði dáið á fyrsta ári
mínu í Flensborg og var ég þá næstu tvö árin til heimilis hjá Páli Sveins-
syni kennara en Þorvaldur bróðir minn fór norður að Barði í Miðfirði.
Dvaldi hann þar hjá Sigríði Jónasdóttur, ekkju séra Þorvaldar á Melstað,
þar til hann fór á Laugarvatnsskóla. Yngri systir okkar, Ingibjörg Guð-
rún, fór í fóstur til Sigríðar Snælands, er var gömul skólasystir mömmu
úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Systir mín var þá sex ára, og dvaldi þar
til fullvaxtar.
Eg var alltaf heimagangur hjá Sigríði og Pétri Snæland frá því ég kom
í Hafnarfjörð. Þar var nokkurs konar menningarmiðstöð og kynntist ég
þar Indriða Einarssyni, Kristjáni Péturssyni listmálara, Herdísi Andrés-
dóttur og mörgu fleira skemmtilegu og gáfuðu fólki. Séra Hallgrímur
Thorlacíus, sem skírði mig, var prestur í Glaumbæ, kom frá Noregi og
töluðum við mikið saman. Hann sagði mig skylda sér í móðurætt. Þarna
voru málverk eftir Mugg og fleiri og skáldskapur var mikið fluttur og
kveðinn. Sigríður var stórvel gefin kona, hagmælt, skemmtileg og sér-
staklega voru þau hjón góð og gestrisin. Hún var ættuð úr Skagafirði og
var bróðir hennar Arni Hafstað í Vík. Ég var stundum ein með nuddstof-
una meðan Sigríður fór norður að sjá föður sinn, Jón, sem hafði búið á
Hafsteinsstöðum og síðar á Gýgjarhóli. Einn dag komu tveir ungir menn,
franskir, rétt eftir hádegi. Ekki var nú mikil frönskukunnátta hjá mér en
við gátum eitthvað talað á ensku með aðstoð orðabókar. Þetta voru jarð-
fræðinemar. Eitthvað höfðu þeir kynnst Hafstaðsbræðrum, Árna og
Sigga. Þeir voru í steinasöfnun og athugunum á Reykjanesi þar sem þeir
bjuggu í helli og tjaldi. Hafstaðsbræður höfðu sagt þeim að koma til Snæ-
landshjóna og myndu þeir fá þar hressingu. Nú voru þeir að leita að
hesti til leigu til þess að flytja þetta safn í skip í Reykjavík, til útflutnings.
Man ég að ég gaf þeim nýja ýsu og grjónagraut, ásamt kaffi og fannst
þeim þetta afar góður matur. Aldrei sá ég þá aftur en vonandi hafa þeir
borið okkur íslendingum vel söguna fyrir gestrisnina.
Lífsstarfið mótaðist
Ég hafði áhuga á að læra sjúkraþjálfun en skóli var ekki hér á landi og
erfitt að fá peninga yfirfærða til náms. Þá bauðst mér að fá það sem kall-
aðist „frosnir peningar" í Leipzig í Þýskalandi og þar eð ég hafði lesið