Húnavaka - 01.05.1997, Page 23
HÚNAVAKA
21
Samstarfsfólk á The National Hospital.
Þangað komu til náms læknar alls staðar að úr veröldinni og kynntist
ég þar fólki frá Kanada og Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Nýja-Sjá-
landi, Astralíu, Asíu og Afríku auk Evrópubúa. Mátti kalla þetta alþjóð-
legt samsafn og var mjög fróðlegt og ánægjulegt að hitta fólk frá þessum
fjarlægu þjóðum. A ég ennþá í bréfaskiptum við margt af því og hefí
heimsótt það, bæði í Astralíu, Nýja-Sjálandi og Kanada, en því miður
komst ég aldrei til Brasilíu eða Indlands en átti þar heimboð líka.
London er mjög auðug borg á listasviði og hægt að stunda þar leik-
hús, listsýningar og tónlist af öllu tagi. Hafði ég mikinn áhuga á þessu
öllu og fór til dæmis í óperuhúsið í Covent Garden mjög oft. Má segja að
ég hafi séð þar allar nýjar uppfærslur í mörg ár, bæði óperur og ballet.
Uppáhaldstónlistarsalurinn var og er Wigmore Hall, þar er frábær hljóm-
burður og þar hafa Islendingar, eins og Gunnar Guðbjörnsson og Sig-
ríður Ella Magnúsdóttir, sungið og Hafliði Hallgrímsson haldið
sellótónleika.
Eg var beðin að halda áfram á spítalanum eftir 60 ára aldur sem er eftir-
launaaldur hjá hjúkrunarfræðingum þar í landi. Vann ég þá fimm ár í
viðbót en þótt spítalastjórnin vildi að ég væri áfram þá hætti ég. Mér
fannst nóg komið og langaði til að ferðast lengra en ég hafði áður gert.
Fór ég þá í hnattferð, ef svo má segja, til Singapore, Astralíu, Nýja-Sjá-
lands, Kaliforníu og Kanada og var þrjá mánuði í burtu. Þetta var dásam-
legt ferðalag og dvaldi ég oft hjá vinafólki sem hafði boðið mér til sín.
Árið 1986 fór ég í aðra ferð til Nýja-Sjálands þar eð vinafólki mínu
fannst ég ekki hafa haft nægilegan tíma til að skoða mig um í þær þrjár
vikur er ég dvaldi þar 1983. Þetta var dásamlegt ferðalag um báðar eyj-