Húnavaka - 01.05.1997, Page 26
24
HUNAVAKA
sérstakt lag á að laða að sér fólk.
Eg man að ungur maður sagði
einu sinni á ársfundi safnaðarins
að það væri svo gaman að koma í
kirkju og hlýða á messu og drekka
síðan messukaffi á eftir, sem alltaf
var gert, og lögðu þá flestir eitt-
hvað til á borð með sér.
Eg bjó í London í 50 ár. Eftir
1956 kom ég vanalega annað hvort
ár heim í sumarfrí sem var þá
mánuður. Hitt árið fór ég til
Evrópulanda og þá oftast til Italíu
sem mér þótti mest heillandi. Hefi
ég ferðast mikið um það land og
dvalið langdvölum í Róm og Flor-
ence. Eitt árið var ég í sex vikur í María helduráJóhönnu Guðrúnu
Perugíu sem er borg í Umbríuhér- jrcenku sinni þegar hún var skírö 1974.
aði og las þar ítölsku við skóla fyrir
útlendinga en einnig gat ég sótt tíma í sögu og landafræði, ásamt lista-
bókmenntum á Italíu. Þetta var með afbrigðum skemmtilegt. Farið var
með okkur um nálæg héruð, borgir og listasöfn. Seinna fór ég svo til
Sardiníu og Sikileyjar og um allan suðurhluta Ítalíu. Þangað hafði verið
erfitt að komast þar til Sólarbrautin svonefnda var lögð. Eins og nærri
má geta fór ég líka víða um England, Skotland og Irland og á mikið af
vinafólki þar ennþá, sérstaklega í Englandi sjálfu. Þar hefi ég dvalið lang-
dvölum hjá vinum mínum sem eru frábærlega gestrisnir og sem fjöl-
skylda mín síðan ég kom þar fyrst og þekkti þá enga manneskju.
Til gamans skal ég geta þess að þegar við byrjuðum í Charing Cross,
þessar 30 stúlkur, var ein þeirra er ég vingaðist fljótt við Bridget eða Bríet
Mac Donald. Vorum við bestu vinkonur og svo kom að því að hún bauð
mér að koma í helgarfrí til föðursystur sinnar sem væri gift úti í sveit og
ráku þau hjónin þar búskap og einnig sveitapöbb eða veitingahús. Þáði ég
það með þökkum og er við komum þangað var okkur auövitað vel tekið.
Komst ég að því að húsmóðirin var dóttir fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands, Ramsay Mac Donalds, en ekki var talað um þetta nema til skýr-
ingar á hve Isabel frænka átti mikið af ballskóm sem hún gaf okkur nokk-
ur pör af til að nota sem inniskó. Þá var allt skammtað og skór tóku
nokkuð marga skömmtunarmiða. Þarna var indælt að vera og gistum við
á bænum, fórum í langar gönguferðir um fagurt hérað og komum á veit-
ingahúsið til að borða. Ég fór nokkuð oft með Bridget þangað síðar og
hefi ekki gleymt hvað þetta var gott fólk, gestrisið og alþýðlegt.