Húnavaka - 01.05.1997, Page 31
HÚNAVAKA
29
Þá var vatnið borið í bæinn í fötum
Á sumrin unnum við systkinin við búskapinn og væri ekki úr vegi að rifja
lítils háttar upp hvernig lífið gekk fyrir sig í þá daga.
Heimilisfólkið var oftast 11 manns, pabbi og mamma, Stefán föðurafi
minn, Björn og Björg móðurforeldrar mínir og við systkinin.
Bærinn var torfbær með tveimur timburburstum sem sneru mót vestri.
Allir veggir voru hlaðnir úr torfi og í öllum bænum var torfgólf nema
baðstofunum, þær voru alþiljaðar. Vesturbaðstofan var stærsta húsið í
bænum enda fór þar fram allt daglegt líf fólksins. Hún var svefnhús um
nætur, vinnuherbergi á daginn og
leikvangur barnanna þegar þau
voru ekki úti. Hún var ekki mjög
stór, um fjórir og hálfur metri á
lengd og álíka á breidd. I baðstof-
unni voru þrjú rúm, borð undir
glugganum, tveir stólar sinn hvoru
megin, einnig kommóða og fleiri
húshlutir. Gólfiými var ekki mikið.
Upphitun var frá lítilli eldavél sem
stóð fremst í baðstofunni.
Austurbaðstofan var álíka löng
en miklu mjórri. Norður af henni
var eldhúsið með stórri eldavél,
nokkrum skápum, borði sem
heimilisfólkið borðaði við og
bekkjum og sætum eftir þörfum.
Þar norður af var hlóðaeldhús.
Þar voru þvegnir stórþvottar, bak-
að rúgbrauð, gamla og góða pott-
brauðið, kjötið reykt og slátrið
soðið. Engin vatnsleiðsla var í
bænum. Vatnið var sótt í brunnhús sunnan við tún. Það var ekki mjög
langt en mikið vatn þurfti á svo mannmörgu heimili.
Þorgrímur Stefánsson me'ó Bleik sinn á
hlabinu í Sydra-Tungukoti.
Ullin var unnin heima og notuð í fatnaðinn
Jörðin, Syðra-Tungukot, var lítil en talin hæg til búskapar. Góð beit var í
brekkunum á meðan til hennar náðist að vetrinum. Engjar voru mýr-