Húnavaka - 01.05.1997, Page 34
32
HÚNAVAKA
legt að bera þá langar leiðir en þetta lögðu menn á sig til að heyra í út-
varpinu
Kvenfélagið hélt árlega skemmtun nokkru fyrir jólin. Á þeim var ekk-
ert kynslóðabil, allir máttu koma. í sambandi við það vildi ég geta um að
kvenfélagskonurnar höfðu það fyrir reglu að þær og allar aðrar konur,
ungar sem aldnar, kæmu með á skemmtunina fallega gerðar körfur sem
hver kona hafði búið til. I þeim var kaffibrauð, kaffí, sykur, mjólk og
fleira. Körfurnar voru síðan boðnar upp og herrarnir buðu í. Það var oft
mikill spenningur yfír því hver keypti hverja körfu því að þegar sumir
fundu að einhver var ákveðinn að kaupa vissa körfu buðu þeir á mótí svo
að hún var oft dýru verði keypt. Þetta uppboð var fjáröflunarleið hjá
kvenfélaginu og mæltist það vel fyrir og þótti skemmtilegt. Á eftir drukk-
um \ið kaffi með þeim herra sem keypt hafði körfuna. Að lokum var spil-
að á orgel eða harmoníku og dansað.
Ég var orðin 14 ára þegar ég fór fyrst að heiman í hálfs mánaðar
kaupavinnu til Þorsteins og Ingibjargar á Gili í Svartárdal.
Minnisstætt ferðalag
Þegar ég var 16 ára fór ég út á Siglufjörð. Systír ömmu minnar, Sæunn
Steinsdóttir, kom í heimsókn og það barst í tal að mig langaði í skóla en
fyrst þurfti að afla fjár. Hún sagðist þá geta útvegað mér vist á Siglufirði.
Ferðin þangað var dálítið sérstök en lagt var upp um miðjan október.
Farangurinn, sem var koffort og rúmföt, var settur á reiðing og svo lögð-
um við pabbi af stað til Sauðárkróks, gangandi með reiðingshestinn í
taumi. Af tilviljun slóst í för með okkur maður frá Veðramóti sem var
með hross sem hann hafði sótt að Holti í Svínadal. Pabba þóttí gott að fá
þessa samfylgd því að hann hafði aldrei farið þessa leið.
Ákveðið var að gista á Mörk á Laxárdal. Þegar komið var upp að Gauts-
dal var kominn það mikill lausasnjór að færið var orðið þungt og komið
myrkur. En áfram var haldið og pabbi treysti á að maðurinn rataði en fór
samt að ámálga það hvort við færum ekki bráðum að koma að Mörk.
Maðurinn kvað nei við, það væri ekki strax. Pabbi sagði að sér færi ekkert
að lítast á þetta því að ef vind hreyfði væri kominn þreifandi bylur.
Allt í einu stoppar pabbi og sagðist sjá eitthvað þarna rétt hjá. Maður-
inn taldi það ekki geta verið neitt frá bænum þ\i að langt væri þangað
enn. Pabbi sagðist samt ætla að athuga hvað þetta væri og kom þá í ljós
að þarna var hesthúskofi með hestum í. Þá áttaði maðurinn sig og sagði
að þetta mundi vera hesthús frá Mörk og stutt væri til bæjar. Auðvelt
reyndist að fmna bæjarhúsin og ekki höfðum við lengi verið innan dyra
þegar á skall blindbylur. Þarna áttum við góða nótt.