Húnavaka - 01.05.1997, Page 37
HUNAVAKA
35
ar matargerðar og baksturs. Allt brauð var bakað í skólanum og kaffið
brennt og malað upp á gamla móðinn. Allt voru þetta úrvals kennarar og
gerðu allt til að námið nýttist stúlkunum sem best. Eg minnist þeirra allra
með þakklæti og virðingu.
Sigurlaug Björnsdóttir er mér mjög minnisstæð. Hún lagði mikla
áherslu á að kenna okkur hagsýni í matargerð og meðferð og geymslu
matvæla. Fyrsta tímann á morgnana, þegar hún var hjá okkur í eldhús-
inu, nýtti hún til að ræða við okkur. Þá sagði Sigurlaug okkur margt sem
mér hefur fundist ég meta meira eftir því sem ég eldist. Hún gat verið
spaugsöm og einu sinni sagði hún: „Stelpur mínar, þegar þið giftið ykkur
skuluð þið setja upp að fá góða eldavél. Því þegar ekki lifir í eldavélinni
og þið eruð kannski orðnar rauðeygðar af reyk gæti ástin farið að dvína.“
Hún sagði líka: „Þegar ég heimsæki ykkur stelpur mínar, þá náttúrlega
bjóðið þið mér til stofu en ég fer inn í búrið. Þar sé ég hvernig ykkur
hefur nýst það sem ég hef verið að kenna ykkur.“
Svona var Sigurlaug og mér fannst oft ómetanlegt hvað hún fræddi
okkur mikið á skemmtilegan, einfaldan og eftirminnilegan hátt.
Miklir og góðir söngkraftar voru í skólanum þennan vetur. Solveig
æfði kór og kórinn söng á árshátíð skólans og einnig á Sauðárkróki þeg-
ar við fórum á Sæluvikuna. Þar var tekið hús á leigu og fékk söngurinn
góða aðsókn og góða dóma. Aðgangseyririnn var látinn ganga upp í
ferðakostnaðinn.
Námið í Kvennaskólanum átti vel við mig og var mér mikils virði. Auk
handavinnu og matreiðslu voru kenndar bóklegar greinar, íslenska,
reikningur og danska. Eg hafði gaman af þessum námsgreinum. I dönsk-
unni var ég betur sett en flestar stelpurnar sem komu beint úr barna-
skóla en ég hafði notið dálítillar kennslu í lienni á Siglufirði. Um vorið
tókum við próf og þau gengu mjög vel hjá mér.
Með Esjunni á Sæluvikuna
Um veturinn fengum við að fara á Sæluvikuna á Sauðárkróki sem reyndar
var kölluð sýslufundarvika þá. Við, nokkrar námsmeyjarnar, sigldum með
Esjunni frá Blönduósi til Sauðárkróks. Hinar komu með Páli Sigurðssyni
á bíl ásamt Solveigu og Karlottu Jóhannsdóttur kennslukonu. Eftir í skól-
anum varð tæpur helmingur námsmeyjanna en við vorum 39 alls.
Við vorum nokkra daga á Sauðárkróki, búið var að útvega okkur svefn-
pláss í tugthúsinu og þar var raðað dýnu við dýnu á gólfið.
Eg get sagt þér til gamans að mörgum árum seinna, þegar ég var orð-
in margra barna móðir, fór ég sem fulltrúi Kvenfélagsins Vonin í Torfa-
lækjarhreppi á fund Sambands norðlenskra kvenna í Varmahlíð. Þá bauð