Húnavaka - 01.05.1997, Page 38
36
HUNAVAKA
bæjarstjórn Sauðárkróks fundarkonum til kaffisamsætis þar í bæ. Ekið
var til Sauðárkróks og tók ein konan, sem ættuð var úr Skagafirði, að sér
að finna húsið þar sem kaffiboðið var. Þegar ekið var um bæinn gekk
eitthvað illa að koma auga á rétta húsið. Þá benti bílstjórinn og sagði að
þarna væri tugthúsið. „Þá fer ég að kannast við mig“, sagði ég og bætti
við, „hér var ég nú tvær nætur þegar ég var ung“. Fyrst varð steinhljóð í
bílnum en svo braust fram mikill hlátur og ég varð alveg eins og aum-
ingi. En Aðalbjörg Ingvarsdóttir, sem var um tíma forstöðukona Kvenna-
skólans, útskýrði málið sem mér fannst raunar full þörf á. En eftir það
gat ég vísað leiðina til hússins þangað sem við vorum boðnar.
Hólasveinar bjóða heim að Hólum
Ýmislegt var þá til skemmtunar á Sæluvikunni. Á daginn voru málfundir
og skemmtiatriði á kvöldin. Meðal annars söng Karlakórinn Heimir og
Svavar Guðnason einsöng með honum. Leikritið, Ráðskona Bakka-
bræðra, var sýnt og dansað var öll kvöld fram á nótt. Dansleikirnir voru
vel sóttir og sérstaklega man ég eftir að þröng var á þingi í frekar litlum
sal í kjallaranum á Bifröst þar sem selt var kaffi. Þar ríkti mikill gleðskap-
ur og þróttmikill söngur. Ekki laust við það að sumir ættu eitthvað
sterkara út í kaffið og pelar gengu milli manna. Þar var samt allt í sátt og
samlyndi og ekki urðum við varar við nein ólæti eða illindi. Það er
kannski ótrúlegt en ég hef aldrei séð slagsmál á ævi minni. Þessu trúa nú
ekki allir en þetta er satt. Við fórum þarna á dansleiki í þrjú kvöld og þá
mættu Hólasveinar alltaf og við skemmtum okkur vel.
Eitt ævintýrið, sem við lentum í á Sæluvikunni, var þegar Hólasveinar
buðu okkur kvennaskólameyjunum heim til Hóla. Við fengum okkur bíl
að Vatnsleysu og gengum þaðan fram Hjaltadal. Þetta var seint í mars,
kalsaveður og nokkur snjór á jörð. Það var allt í lagi fyrir okkur flestar
því að við vorum svo vel klæddar en sumar voru ekki eins vel búnar, til
dæmis voru tvær stelpnanna bara á venjulegum lágum skóm þótt flestar
væru á klossum. Sums staðar var ekki gott gangfæri þar sem braut á
snjónum í hrísmóum. Þá var buxnatískan komin og var gengið í svoköll-
uðum pokabuxum með skálmarnar spenntar um ökklann. Þegar við
nálguðumst Hóla komu Hólasveinar á móti okkur með hesta til að ferja
okkur yfir vaðið á Hjaltadalsá.
Um kvöldið sýndu þeir leikfimi og voru með ýmis skemmtiatriði og
síðan var dansað. Við gistum þarna og Hólasveinar gengu úr rúmi fyrir
okkur. Kristján Karlsson skólastjóri kom er allt var komið í ró og leit inn
til okkar í öll herbergin og spurði hvort okkur vantaði ekki eitthvað.