Húnavaka - 01.05.1997, Page 42
40
HUNAVAKA
börnin voru ung en sá tími var svo gefandi að vinnan við að sinna þeim
varð gleðigjafi.
Það hlýtur að vera mjög erfítt fyrir ungar konur að láta börnin sín
kornung til dagmömmu til að geta unnið úti. En nú er það stefnan í
þjóðfélaginu að helst allar konur vinni úti og það er víst talin þörf á því.
Eg er þeirrar skoðunar, þótt ég sé orðin þetta roskin, að börn hafi gott af
því að vera hálfan daginn á leikskóla ekki síst ef fjögur til fímm ár eru
milli barna. Þá er uppeldið orðið öðruvísi ef börnin eru alveg heima en
var á okkar börnum sem fæddust næstum á hverju ári og voru samstæð-
ur hópur sem lék sér saman.
Það var mikil stoð fyrir mig og börnin að hafa Jósefínu ömmu og Ólaf
afa á heimilinu. Þau töluðu við börnin og sögðu þeim margt sem var gott
og gagnlegt fyrir þau. Eg held að það sé mikils virði fyrir börn að geta
verið samvistum við afa og ömmu og það sé ómetanlegt til að tengja kyn-
slóðirnar betur saman. Börnin okkar máttu alltaf vera inni hjá afa og
ömmu þótt þröngt væri hjá þeim.
Nú er þetta gamla fólk að hverfa af heimilunum en ég ólst upp við
það að afar mínir tveir og amma voru á heimilinu meðan ég var lítil.
Amma var alveg sérstaklega dugleg við að segja okkur sögur. Ennþá kann
ég Grýlukvæði sem hún kenndi mér þegar ég var átta ára.
Þrjú börnin okkar búa í Holti
Ég er mjög sátt við árin mín í Holti, þau voru gefandi og mér leið þar
reglulega vel með Pálma bónda mínum og börnunum sjö. Þau eru, talin
eftir aldursröð: Elst er Jósefína Hrafnhildur sem býr með manni sínum,
Ingimar Skaftasyni bónda, í Arholti sem er nýbýli úr Holtslandi. Vilhjálm-
ur múrarameistari kvæntur Ingibjörgu Jóhannesdóttur, þau eru búsett í
Reykjavík. Guðrún iðjuþjálfari gift Andrési Arnalds landnýtingarráðu-
naut, þau eru búsett í Reykjavík. Þorgrímur smiður og bóndi í Holti
kvæntur Svövu Ögmundsdóttur. Ólöf skrifstofustjóri gift Valdimar Guð-
mannssyni, þau búa á Blönduósi. Elísabet sjúkraliði gift Jóni Sigurðssyni
véltæknifræðingi, þau eru búsett á Sauðárkróki. Yngst er Bryndís gjald-
keri gift Sighvati Steindórssyni bifvélavirkja og þeirra heimili er í Holti.
Þau keyptu íbúðarhúsið, fjósið og vélageymslu ásamt landskika af okkur
og hann setti upp verkstæði en þau reka engan landbúnað.
A hverju sumri í 15 ár hefur öll fjölskyldan verið samtaka um að fara í
ferðalag um eina helgi. Lagt er af stað á föstudegi og komið heim á
sunnudagskvöldi. A þessum ferðum höfum við hjónin komið á og skoð-
að marga fallega og sérstæða staði sem við annars hefðum ekki átt kost á
að sjá.