Húnavaka - 01.05.1997, Page 47
PALMIJONSSON, Akri:
Solveig og séra Oddur á Miklabæ
Oddur Gíslason var fæddur í Miðfelli í Hrunamannahreppi árið 1740.
Faðir hans var sr. Gísli Magnússon, prests Markússonar á Grenjaðarstað,
en hann var þá skólameistari í Skálholtsskóla. Gísli Magnússon varð
prestur á Stað á Olduhrygg árið 1746 en biskup á Hólum 1755. Hann
hefur skráð nafn sitt skýrum stöfum í kirkjusögu þjóðarinnar því hann lét
reisa dómkirkju þá á Hólum sem enn stendur og vígð var 1763.
Móðir Odds var Ingibjörg Sigurðardóttir, lögsagnara á Geitaskarði,
Einarssonar biskups á Hólum.
Oddur Gíslason var því stórættaður, ekki síst að þeirrar tíðar áliti.
Hann fylgdi foreldrum sínum í þeim búferlaflutningum sem hér hefur
verið lýst og nam í Hólaskóla undir handleiðslu sr. Hálfdánar Einarsson-
ar skólameistara. Hálfdán var kvæntur Kristínu, systur Odds og var því í
senn mágur hans og tengdasonur biskups. Oddur var skráður í stúdenta-
tölu á Hólum 1762 og lauk guðfræðiprófí með 3. einkunn 1765. Hann
var vígður prestur til Miklabæjarprestakalls 1. nóvember 1767 og tók við
kallinu l.júní árið eftir.
Lýsingar samtímamanna á sr. Oddi eru í meginatriðum samhljóða.
Hann var sagður „fríður sýnum, stór vexti og hraustmenni", og ýmsir
bæta við „góður söngmaður og ritari, ræðumaður sæmilegur en mistæk-
ur, góðmenni en undarlegur, einkum við öl“. Þá segir Arni Þórarinsson
biskup á Hólum (1784-’87) „að hann hefði fremur litlar gáfur og væri
enginn lærdómsmaður".
Einn heimildarmanna, Sighvatur Borgfírðingur, segir „hann hafa á
unglingsárum á Stað hlaupið upp í f]a.ll, tilefnislaust og aftur síðar er
hann var orðinn prestur á Miklabæ. Fóru menn eftir honum og sóttu,
en hann lést eigi vita hví hann fór svo“. ,Af ráðleysu einhverslags“, segir í
öðrum heimildum. Kirkjubækur og skýrslur, ritaðar af sr. Oddi, þykja
greinilegar en þær eru geymdar á Landsbókasafninu.
Sr. Oddur kom ókvæntur að Miklabæ. Innan stokks réð ráðskona
hans, Solveig. Ekkert er vitað um uppruna hennar með vissu. Ein munn-
mælaheimild er til frá síðustu öld um að hún hafi verið Þorleifsdóttir, úr
Hrolleifsdal, upp af Sléttuhlíð. Hvergi finnst það þó skjallega staðfest.
Einn heimildarmaður, sr. Páll Erlendsson, fæddur 1781 og m.a. prestur í