Húnavaka - 01.05.1997, Page 50
48
HUNAVAKA
Þann 1. október 1786, átta og hálfu ári eftir dauða Solveigar, messaði
sr. Oddur á Silfrastöðum en kom að Víðivöllum á heimleið. Þar bjó Vig-
fús Scheving sýslumaður, sem fyrr er getið og drakk pestur kaffi. Ein
heimild segir „lítillega hreyfður af víni“ en aðrar segja ekkert um þá
hluti. Hláka og myrkur var og bauð sýslumaður honum fylgdarmann en
prestur taldi það óþarft.
Skammt er milli bæjanna Víðivalla og Miklabæjar, mílusjöttungur seg-
ir í skjalasafni Hólabiskups frá þeim tíma. Eg hef mælt á bíl 800 metra
milli heimreiðanna. Ekki eru mér kunnar torfærur á þessari leið.
Scheving sýslumaður gekk fast eftir því að fylgdarmaður færi með
presti enda gerðu sóknarmenn hans sér að skyldu að láta hann ekki fara
einan milli bæja eftir að dimma tók. Ollum heimildum ber saman um
að sr. Oddur hafi sent fylgdarmanninn til baka þegar komið var út fyrir
túngarðinn á Víðivöllum. Fékk sýslumaður ámæli af síðar að hafa ekki
gefið húskarli sínum strangari fyrirmæli.
Sr. Oddur kom hins vegar ekki heim um kvöldið og ekki síðan. Hestur-
inn var með reiðtygjum á túninu á Miklabæ morguninn eftir, vettlingar
og keyri prests undir hnakksessunni, sumir segja við bæjarkampinn,
ásamt hatti prests. Sr. Odds var leitað árangurslaust í átta daga af 40-50
manns, sumir segja þaðan af fleiri. Þar á meðal var leitað í Gegni sem
áður er getið en Gegnir var þá víða hyldjúpur, m.a. í Solkupytti, með hol-
bökkum og leðju í botni.
Hvað varð um sr. Odd? Því svarar að sjálfsögðu enginn með vissu héð-
an af.
Dulúð og ógn þessara atburða var slík að þeir hlutu að verða upp-
spretta þjóðsagna. Þær þjóðsögur voru ærið tilkomumiklar og voru síðar
festar í stuðla, ef til vill auknar og endurbættar, í hinu magnaða kvæði
Einars Benediktssonar um hvarf sr. Odds frá Miklabæ. Kvæðið kom fýrst
fyrir almenningssjónir í september 1891 þegar meira en öld var liðin frá
hvarfi sr. Odds og andláti Solveigar. Það ber undirtitilinn; þjóðsaga, enda
segir skáldið neðanmáls að hann hafi stuðst við munnmæli en ekki ritað-
ar heimildir. Augljóst er og að þegar skáldið setur atburðina á svið í
kvæði sínu er hvorki veðurfars- eða staðháttalýsing í samræmi við það
sem vitað er. Þetta haggar þó ekki gildi kvæðisins sem er snilldarverk.
Þjóðsagan dugar þó skammt til skýringa á þessum atburðum. Hægt er
að skyggnast dýpra og draga fram heimildir um sumt en leiða að öðru
líkur.
Um aldamótin 1900 var tekinn ofaníburður í veg úr svonefndum Torf-
hól sem er melur að mestu ofan við túnið á Miklabæ. Þar fundust bein úr
manni og hesti. Forn sögn er til um að þar hafi á fyrri tíð staðið orrusta.
Eg hef hitt menn sem þykjast þess fullvissir að þar hafí komið í leitirnar
bein sr. Odds. Eg segi hins vegar, eins og flestir sem eitthvað hafa kafað í