Húnavaka - 01.05.1997, Síða 51
HUNAVAKA
49
þessi mál, að það sé afar ólíklegt. Það sem mælir gegn þeirri kenningu er
m.a.:
1. Hestur sr. Odds var bráðlifandi að morgni 2. október eftir hvarf
prests.
2. Engar skjallegar heimildir greina frá því að sr. Oddur hafi átt sér
óvildarmenn eða að setið væri um líf hans til hefnda fyrir Solveigu.
3. Hefðu einhverjir viljað hefna Solveigar með þessum hætti, hvers
vegna var þá beðið í átta og hálft ár? Ekki hafa þær blóðnætur verið
bráðar.
Fleiri röksemdir má telja fram en mér finnst þessi kenning fjarstæðu-
kennd. Rétt er þó að hér komi fram að á miðilsfundi í Reykjavík 1937
var sagt að sr. Oddi hafi verið grandað af mönnum og komið fyrir í
Gegni.
Sr. Oddur sendi húskarl sýslumanns til baka hjá túngarðinum á Víði-
völlum í síðustu ferð sinni heim að Miklabæ. Hvers vegna vildi hann vera
einn? Ekki er hægt að verjast þeim grunsemdum að þá þegar hafi hann
verið ráðinn í að farga sér.
Síkið Gegnir stendur í vegi þess að farið verði beinustu leið í Héraðs-
vötn frá Miklabæ. Þessi fyrrum farvegur Héraðsvatna var líka eini staður-
inn í grennd þar sem lík gat dulist, jafnvel í langan tíma undir
holbökkum, miðað við þau tæki sem leitarmenn höfðu til umráða á
þeirri tíð. Skráðar skagfirskar heimildir frá 18. og 19. öld segja allar að sr.
Oddur hafi ekki fundist. Svo er um ýmsar fleiri heimildir. En til eru þó
heimildir um hið gagnstæða, að vísu úr fjarlægum héruðum.
Vatnsíjarðarannáll, sem ritaður var af Guðlaugi Sveinssyni presti í
Vatnsfirði, segir réttilega frá síðustu ferð sr. Odds og hvarfi hans en síðan
er bætt við „og fannst ei þó leitað væri af 50 manns nokkra daga fyrr en
ári síðar“. Vatnsfjarðarannáll er talinn nokkuð traustur þótt allvíða skeiki
um ártöl.
Ragnheiður Þórarinsdóttir í Viðey, tengdadóttir Skúla Magnússonar
landfógeta, ritar Sveini Pálssyni, síðar lækni, bréf til Kaupmannahafnar í
ágústmánuði 1789 og segir: „Sr. Oddur Gíslason er í vor fundinn niðrí
læk þeim er Gegnir heitir“.
Báðir þessir heimildarmenn áttu tengsl til Skagafjarðar og Ragnheiður
átd fjölmennan frændgarð á Norðurlandi en Sveinn Pálsson var náskyld-
ur ekkju sr. Odds.
Sagnir voru dl um það í framhluta Skagafjarðar, að minnsta kosti fram
yfir 1920, að lík sr. Odds hafi fundist og verið jarðsett í skjóli tengdaföður
hans frá Goðdalakirkju, segja sumir en aðrir segja frá Héraðsdal. Magnús H.
Gíslason á Frostastöðum hefur það eftír afa sínum, Sveini Eiríkssyni á Skata-
stöðum í Austurdal, að lík sr. Odds hafi fúndist nokkrum árum eftír að hann
hvarf, að vísu óþekkjanlegt en menn þóttust bera kennsl á fataleifar.