Húnavaka - 01.05.1997, Blaðsíða 53
HÚNAVAKA
51
varð í kjölfarið, eða áföll af völdum óblíðrar náttúru, jafnvel kvíði; „sjálf-
framdar hefndir“ hafa yfirbugað sjúka lund. Af heimildum virðist mega
ráða, að séra Oddur hafi verið tilfmninganæmur, jafnvel veill á geði, þótt
talinn hafi verið karlmenni og hvað sem um heimildagildi munnmæla
má segja eru sterkar líkur til þess að heimilisbragur á Miklabæ hafi verið
lævi blandinn eftir dauða Solveigar. Næsta víst er að óhugur og jafnvel
skelfing hefur gripið um sig eftir voðalegan dauðdaga Solveigar, hvort
sem menn hafa séð hana í hverri gátt eður ei.“ Ef marka má Píslarsögu
Jóns Magnússonar (1610-1696) er slík sefjun ekki einsdæmi.
Viðauki um Solveigu
Um 1910 var kirkjugarðurinn á Miklabæ stækkaður. Við þær breytingar
lenti leiði Solveigar innan marka hins nýja garðs. Hún var því komin í
vígða mold en hafði eigi hlotið yfirsöng. Arið 1914 var tekin gröf á mörk-
um gamla og nýja garðsins og var þá komið niður á kistu sem lá út og
suður. Þeir sem tóku gröfína, Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundargerði
og Sigurður Einarsson, síðar bóndi í Stokkhólma, töldu sig fullvissa um
að þar væri kista Solveigar. Færðu þeir kistuna til og við það losnaði hún
í sundur. Sást að þar lá kona. Voru bein öll mjög heil, tennur hvítar og
fallegar, hárið svart og hrokkið og nokkuð var heillegt af fötum. Gengu
þeir vel frá öllu undir grafarbakkanum að sunnanverðu.
Eftir miðilsfund í Reykjavík árið 1937 voru bein þessi grafin upp og
jarðsett í Glaumbæjarkirkjugarði. Að þessu verki komu skilgóðir menn.
Þar eru nefndir til sögu Pétur Zophoníasson ættfræðingur og Zophonías
sonur hans, Þorsteinn Björnsson á Hrólfsstöðum, Sigurður í Stokkhólma,
sem grafið hafði niður á kistuna 1914, Stefán Jónsson fræðimaður á
Höskuldsstöðum og séra Lárus Arnórsson á Miklabæ. Hafði séra Lárus
alla forsjá málsins með höndum, hélt „hlýja og góða ræðu“ í Miklabæjar-
kirkju og jarðsöng í Glaumbæjarkirkjugarði.
Löngu seinna lét Sigurjón Jónasson bóndi á Syðra-Skörðugili smíða
kross og kom honum fyrir á leiði Solveigar laugardaginn fyrir hvítasunnu
vorið 1984. Var þar viðstaddur meðal annarra sóknarpresturinn, sr. Gísli
Gunnarsson í Glaumbæ. A plötu krossins stendur: Hér hvílir Solveig frá
Miklabæ.
Þar eru nú líkamsleifar ungu stúlkunnar, ráðskonunnar á Miklabæ,
sem unni húsbónda sínum hugástum og vann honum allt það er hún
mátti. Hún taldi hann hafa brugðist sér, sem ef til vill er satt og ef til vill
ekki og hann hafi meira að segja ekki látið sig vita um ráðahag sinn fyrr
en hann reið með brúði sína, prestsdótturina frá Goðdölum, heim í hlað
á Miklabæ. Niðurlæging hennar og örvinglan var slík að hún sá ekki aðra