Húnavaka - 01.05.1997, Page 67
HÚNAVAKA
65
Vladimirs yrði kokkur en það vildi Sigurður ekki og réði kokkinn sem
fyrir var en það var kona að nafni Valentína. Eftir á að hyggja var ráðning
þessi umdeilanleg þar sem kona þessi kunni lítið til verka. Vélstjórarnir
tveir, sem ráðnir voru, hétu Vladimir Kalygin og Anatoly Kopinov. Agætis
náungar þegar maður fór að kynnast þeim.
Eftir að hafa ráðfært mig við ljölskylduna Var ég ákveðinn í að fara
þessa ferð en lengi var ég á báðum áttum.
Tveir aðrir Islendingar höíðu bæst í hópinn en það voru annar stýri-
maður sem heitir Björn Þórðarson og maður frá Siglingamálastofnun,
Magnús Kí istjánsson, sem skyldi skoða skipið og gefa út haffærisskírteini
að skoðun lokinni. Hafði Guðbjörg, konan mín, komið á þá pakka til
mín sem í var íslenskur jólamatur og fleira. Ekki var þó ætlunin að Magn-
ús sigldi með. Vörum við þannig níu alls, fjórir Islendingar og fimm Rúss-
ar sem sigldum skipinu heim.
Eitt var það sem Sigurður skipstjóri lét útbúa á síðustu stundu en það
var stimpill með Arnars nafninu. Var sdmpill þessi afar mikilvægur í sam-
bandi við alla fyrirgreiðslu fyrir skipið þar sem kvitta þurfti á öll skjöl og
stimpla hversu ómerkileg sem þau voru. Engar undirskrifdr dugðu, að-
eins stimpillinn.
Pusan er falleg borg
Lítill tími hafði gefist til að skoða sig um í borginni en Pusan er stærsta
hafnarborg S-Kóreu með fimm milljónir íbúa. Þetta er falleg borg og er
byggð í hæðum og nokkrum halla. Frekar kalt var þegar við vorum þarna
eða 8 dl 10 stiga hid, enda desember. Fannst mér fólkið þarna vera mjög
afskiptalaust. Það virtist hafa það nokkuð gott og var upp til hópa áber-
andi vel klætt. Ævintýralegur manngrúi var á götunum á kvöldin og tók
ég eftir að mikið var um handvagna sem voru útbúnir sem lídl eldhús.
Þar var aðallega eldað sjávarfang og fjölbreytnin ótrúleg. Leist mér alls
ekki á suma réttina og guð má vita hvaða kvikindi þetta voru. Einhver
órói var í mönnum þarna þar sem nýlega hafði komist upp um mútumál
hjá æðstu ráðamönnum. Voru hermenn í 8-10 manna hópum á götu-
hornum, dlbúnir að skerast í leikinn ef eitthvað bæri út af.
Við höfðum alltaf borðað á hótel Sorabol. Þar voru nokkrir veidnga-
staðir sem vdð prófuðum og mátti segja að maður hafi borðað allt frá uxa
og niður í marglyttu úr sjó þó ekki hefði ég viljað borða hana í mörg
mál. Alltaf var komið með prjóna með matnum, fylgdust þjónarnir með
okkur og komu með áhöld ef þeim leist ekki á aðfarirnar váð notkun
pijónanna. Furðulega auðvelt er þó að nota þá. Allur matur var allt öðru-
vísi en við áttum að venjast.