Húnavaka - 01.05.1997, Page 84
82
HÚNAVAKA
I gegn á 24 kartonum, nokkrum kjúklingum
og ávaxtadósum
Eitt sinn þegar við vorum að tala við lóðsinn rak okkur í rogastans, þá
leit hann á klukkuna, fór úr skónum, breiddi dúk á gólfið, snéri sér í
austur og fleygði sér síðan á fjóra fætur og fór að biðjast fyrir. Síðan stóð
hann á fætur og stuttu seinna fór hann að biðja um gjafir. Siggi Bryn.
var orðinn ljótur á svipinn og tautaði fyrir munni sér orð á kjarnyrtri ís-
lensku sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. A ég þetta allt saman á mynd-
bandi ásamt öðru sem ég myndaði á siglingunni eftir skurðinum. Náði
ég góðum myndum af sólarlaginu þarna en það var mjög sérstakt að
fylgjast með því. Var sem sólin væri á fleygiferð á himninum og hvarf svo
bak við sjóndeildarhringinn á innan við mínútu. Stórfengleg sjón.
Áður en við förum út úr skurðinum fara aðstoðarmennirnir. Einnig
er skipt um lóðs. Kemur annar um borð og auðvitað vill hann fá sinn
skammt af sígarettum og var nú allt orðið uppurið af þeim. Gekk vel það
sem eftir var og þegar svo bátur kemur að sækja lóðsinn kom maður frá
Barwil með skjöl sem þurfti að skrifa undir. Vildi hann, eins og hinir, fá
eitthvað en fékk ekkert þar sem ekkert var til að gefa. Það síðasta sem ég
sá til Egyptanna var að aðstoðarmaðurinn á lóðsbátnum hrópaði á eftir
okkur „present, present” (gjafir, gjafir).
Það skal tekið fram að hjá Barwil skrifstofunum í Pusan og Singapore
fengum við sérstaklega góða þjónustu og ekkert undan því að kvarta.
Ýmsum kann að fínnast þessi lýsing mín einkennileg en svona var
þetta eins og það kom fyrir. Seinna sagði mér maður að skip færu ekki í
gegnum Suezskurð fyrir minna en 200 karton af sígarettum í mútur. Við
fórum í gegn á 24 kartonum, nokkrum kjúklingum og ávaxtadósum.
Vorum við gáttaðir á þessari fjárplógsstarfsemi sem þarna fer fram og
er með ólíkindum að þetta skuli látið viðgangast að fullorðið fólk hagi
sér svona.
Seinna, þegar við höfðum sagt söguna af þessu, orðaði Guðbjörg, kon-
an mín, þetta ágædega þegar hún sagði að við hefðum orðið fyrir menn-
ingarlegu áfalli við að fara þarna í gegn og kynnast þessu.
Á Miðjarðarhafi
Miðjarðarhafið heilsaði okkur þannig að við fengum haugabrælu beint á
móti og urðum að slá af þess vegna. Daginn efdr var komið gott veður og
hitinn heldur minni. Siglt er framhjá eynni Krít að kveldi þess 19. janúar.