Húnavaka - 01.05.1997, Page 88
86
HÚNAVAKA
Um hálfan hnöttinn
Vegalengdin frá Pusan í S-Kóreu til Skagastrandar er um 11.700 sjómílur
(21.000 km) og vorum við því 45 daga að sigla þessa leið.
Til gamans má geta þess að þegar Arnar númer tvö var sóttur tíl Japans
1973 þá var sigld leiðin yfir K)Trahaf, gegnum Panamaskurð, komið við á
Hawaii og svo til Islands og var sú leið eitthvað lengri. Um þá ferð var
skrifað í Húnavöku 14. árgang árið 1974. Hefði verið gaman fyrir ein-
hvern úr þeirri áhöfn að hafa farið í þessa ferð til að loka hringnum.
Ég vona að einhverjir hafí gaman af að lesa þessa frásögn en ég reyndi
að tína til það helsta sem ég mundi úr ferðinni og gat ég stuðst við véla-
dagbókina og sjókortin sem notuð voru. Eftir því sem ég best veit er Sig-
urður Þorsteinsson búinn að ná sér eftir veikindin sem hann lenti í á
leiðinni.
Skráð um borð í Arnari HU-1 í mars 1997.
Stimpillinn frœgi sem um getur í greininni.
FRÁ GLÍMUGALDRI EGILS UNDIR JÖKLI
Jón Gíslason Húnvetningur, sá er bjó að Ytra-Vallholti, síðan í Vallhólma í Skaga-
firði, hefur svo sjálfur frá sagt að þá hann var nítján vetra og réri vestur undir Jökli
litlu fyrir sandvorið(1766) og var þá frá Nesi í Laxárdal í Húnaþingi. Maður hét
Egill, jökulmaður einn, jafnaldri Jóns. Þeir Jón og Egill glímdu og stóðst Egill ekki
Jón og þótti allilla. Gengust þeir að og féll Jón þegar sjö byltur, hverja af annarri.
Hugði Jón það eigi einleikið og hugðist nú taka hann móti austri, því svo átti að geta
staðist glímugaldur, og freistaði Jón þess, en sleppti þá tökum og greip um fót Agli og
lagði niður sem hægast, lést vilja leysa skó af honum. En Egill bað hann innilega að
gjöra það eigi en bauð að sýna honum góða bók. Jón var hnýsinn um fræði og gekkst
fyrir því. Sýndi Egill honum bókina og voru á rúnir einar, galdrastafir og særingavers
og þulur. Lét Jón sem hann hefði séð aðra betri norður í landi. Fékkst Egill aldrei
neitt viðjón síðan. En fjórum vetrum síðar, þájón réri enn suður, fannst Egill dauð-
ur á Jökulhálsinum og fundust á líkinu margsslags varnarblöð og ýmsar ristingar.
Syrpa Gísla Konráðssonar.