Húnavaka - 01.05.1997, Page 100
98
HÚNAVAKA
Krákur á Sandi
Á Stórasandi gnæfir fjallið Krákur á Sandi yfir umhverfi sitt, 1117
metra hár og sést víða að. Af tilurð nafnsins segir svo í Hellismannasögu:
„Fóru þeir nú á flótta aðrir Hellismenn, er enn voru lífs. Þormóður
strendill komst á hest og flýði ofan með Fljóti. Krákur Naddsson náði og
hesd og þeir Ásgeir og Geirvaldur. Atli tók og undan. Þorvaldur varð tek-
inn á Hálsinum. Hjó hann Gísli Þorgautsson, þ\í þeir Sturla og Finnvarð-
ur eltu þá við marga menn. Varð Atli tekinn við læk nokkurn, og hjó
hann Gísli Þorgautsson, - heitir þar síðan Atíalækur, - en Ásgeir við brunn
einn. Vó Brúni hann. Geirvaldur komst í gnípu litla á Arnarvatnsheiði.
Þorgils orraskáld skaut þá gegnum hann spjóti. Heitir þar síðan Geir-
valdsgnípa, en Ásgeirsbrunnur þar Ásgeir var veginn.
Krákur tók lengst undan. Eltu þeir hann allt á Sand norður. Reið hann
þá austur sandinn að fjalli einstöku, hljóp af hestinum og í fjallið. Sýnd-
ist þeim þá kynlega við bregða. Sagði svo Sturla síðan, að tröllkona tæki
þar við Kráki báðum höndum. Snéru þeir við þar aftur og höfðu hans
ekki. Heitir fjall það síðan Krákur á Sandi, en þeir ætluðu tröllkonuna
verið hafa úr Kerlingarfjöllum, er kölluð eru þaðan í austur og að hún
væri dóttir Surts jötuns í Surtshelli.“
FRÁ KINNA DRAUGI
Þá skriðan mikla féll í Vatnsdal (1720) fórst smalamaður Bjarnastaðabónda með
öðrum í skriðunni, er Þorlákur hét, mikill og sterkur. Fannst hann einn af sjö mönn-
um er fórust og hönd af bónda, en höfuð var hálft af Þorláki. Síðan var það að Vest-
firðingur einn var í kaupavinnu á Þorkelshóli í Víðidal og þótti sér goldið kaup illa.
Fór hann því til og vakti upp Þorlák smalamann. Kom hann til Þorkelshóls og gjörði
þar tjón mikið í fjárdrápum, lék og heimamenn suma illa. En fynr þd var hann Kinni
kallaður að hálft höfuðið vantaði á hann. Var þá leitað til Páis lögmanns Vídalín í
Víðidalstungu að ráða bót á ófögnuði þeim ef kostur væri. En hann réði til að finna
karl þann Jón hét og var vistum í Húnaþingi. Er það þá sagt að Jón færi dl og særði
alllengi drauginn og setti hann í vegg einn á Þorkelshóli. Varð síðan ekki mein að
honum um daga þeirra Páls lögmanns ogjóns karls, en oft væri það fyrir veðrum og
öðrum tíðindum að suðaði í veggnum.
Syrpa Gísla Konráðssonar.