Húnavaka - 01.05.1997, Síða 114
112
HUNAVAKA
bandslagasáttmálann við Dani. Danmörk viðurkenndi fullveldi íslands
með hátíðlegri athöfn í Reykjavík hinn 1. desember sama ár þegar sam-
bandslögin gengu í gildi. Þú fyrirgefur, Þórunn mín, að ég skuli vera að
telja allt þetta upp en þetta er á vissan hátt aðdragandi að því að leiðir
okkar ömmu þinnar lágu saman. Leiðir yfírvalda í hinu nýja fullvalda
ríki, til þess að fólk gæd komist af, voru meðal annars þær að í Reykjavík
var fólki gefinn kostur á því að fá landskika til að stunda smábúskap svo
það gæti framleitt mat ofan í sig og sína.
Foreldrar mínir, Guðrún Snorradótdr úr Skagafirði og Bjarni Sig-
mundsson úr Barðastrandarsýslu, byggðu sér nýbýli við Grensásveg í
Sogamýri árið 1925 og þar fæddist ég sama ár, annað barn þeirra en
fyrsta barnið, Inga, fæddist 1923 í Tungu við Laugaveg. Býli sitt kölluðu
þau Hlíðarhvamm og þar stækkaði barnahópurinn, Björgvin fæddist
1928 og Bessi 1930. Það ár seldu þau í Sogamýrinni og keyptu hús í
Skerjafirði. Eg man nokkuð vel eftir mér í Sogamýrinni og ég man hvað
kýrnar hétu af því að mamma setti nöfn þeirra saman í vísu:
I Hlíðarhvammi er kýrin mörg
krakkarnir því hrósa.
Hjálma, Hyrna, Búbót, Björg
Branda mín og Rósa.
Það var líka gott að vera í Skerjafirðinum og þar gekk ég í skóla 1933-
1938 sem var skipaður góðum kennurum. Þar var líka kristilegur sunnu-
dagaskóli, barnastúka og stúka fullorðinna, allt góðar stofnanir þar sem
allir tóku þátt í starfinu. Það besta af þessu öllu voru heimilin, þar voru
allar mömmur heima, sáu um að börnin færu hvorki svöng né illa klædd
í skólann og tóku á móti þeim með útbreiddan faðm og heitan mat í há-
deginu. Eftir mat máttu þau fara út að leika sér en urðu að koma inn
seinni partinn til að læra fyrir næsta dag. Þau börn, sem voru yngri, nutu
þeirrar umhyggju sem þau þurftu, hvert og eitt eftir aldursskeiði og
þroska. Feðurnir voru líka mikið heima því vinna var stopul, oft ekki
önnur en atvinnubótavinna sem var úthlutað eftir barnafjölda. Ein til
tvær vikur í senn með misjafnlega löngu millibili. Þá fóru konurnar oft í
vinnu við saltfiskþurrkun, eftir því sem þær gátu og vinna bauðst. Flest
börn fóru í sveit á sumrin eins fljótt og hægt var. Þótti það góður undir-
búningur undir lífið þar sem allt snerist um að hafa í sig og á og koma
börnunum til manns.
Það var vorið 1935 að foreldrar mínir ákváðu að móðir mín reyndi að
komast í kaupavinnu með okkur bræðurna þrjá en Inga systir hafði feng-
ið vist austur í Grímsnesi. Að áliðnum júní vorum við mætt á Bifreiða-
stöð Islands eldsnemma í sólfögru veðri, móðirin með drengina þrjá,