Húnavaka - 01.05.1997, Síða 115
HÚNAVAKA
113
fimm, sjö og níu ára gamla, að leggja upp í langferð. Það var ævintýri í
vændum.
Þarna var saman komið margt fólk við Akureyrarrútuna með töskur
og poka en farangurinn var settur upp á þak rútunnar. Þarna var líka
fimm manna bíll frá Akureyri sem var tilbúinn að taka farþega ef ekki
kæmust allir með rútunni. Af því að þarna var kona með þrjú börn þá
var hún sett í þennan fólksbíl en bílstjóri hans, fullorðinn, þægilegur
maður, tók við okkur og það var strax lagt af stað inn í nýja, óþekkta ver-
öld. Mamma sat frammí en við bræðurnir höfðum aftursætið fyrir okkur.
Mamma sagði okkur frá því á leiðinni að sveitin sem við færum í héti
Vatnsdalur. Hún sagði að hún og yngri bræðurnir yrðu á sama bæ sem
héti Snæringsstaðir og hún ædaði að vinna fyrir matnum handa þeim en
bóndinn, sem hún yrði hjá og hét Snæbjörn, væri búinn að fá vist fyrir
mig á öðrum bæ og ætti ég að vinna fyrir mat mínum sjálfur. Bíllinn, sem
við værum í núna, myndi skilja okkur eftir á bæ sem héti Vatnsdalshólar
og væri fyrsti bærinn sem við kæmum að í Vatnsdal. Þangað yrði einhver
kominn með hesta til að sækja okkur. Eg man að innra með mér bland-
aðist saman forvitni, tilhlökkun og kvíði. Vatnsdalur? Eg sá fyrir mér stór-
an dal fullan af vatni og hestarnir ættu að bera okkur yfir vatnið eða
kannski synda með okkur á bakinu. Þessir hólar hljóta að standa upp úr
vatninu.
Það fór vel um okkur í bílnum en þetta var löng ferð, margar brekkur
upp og niður, ef til vill höfum við sofnað eitthvað á leiðinni en mér er
minnisstætt suðið í gírunum þegar bíllinn fór upp og niður brekkurnar
því að mér fannst það svæfandi.
Jæja, allar ferðir taka enda og það kom að því að bílstjórinn sagði;
„Þarna sjáið þið nú hólana, við keyrum hér inn á milli þeirra og þá kom-
um við að bænum þar sem ég skil við ykkur.“ Jú, mikið rétt! Við tókum
pinklana okkar og þökkuðum fyrir okkur en bíllinn hélt áfram sína leið.
Við stóðum þarna á veginum en sáum ekkert fólk og enga hesta. Eg sá
vamið. Það byijaði rétt neðan við bæinn og náði alla leið að fjallinu hinum
megin.
Vatnsdalshólar voru í þá daga fyrsti áningarstaður þeirra sem komu
lengra að og ætíuðu fram í dalinn, til starfa eða heimsókna. Nutu gestrisni
heimafólks ef bíða þurfti. Þegar við mæðginin vorum komin þarna út úr
bílnum og stóðum með pjönkur okkar við vegamótin kom Krisyán bóndi
út og virtist hafa búist við okkur. Hann tjáði mömmu að Vatnsdalsbændur,
allmargir, væru í vorkaupstaðarferð og væru á vörubíl, fyrsta bílnum sem
kom í sveitina og þeir myndu eiga að taka okkur með fram eftir.
Vorkauptíð var það kallað þegar farið var með ullina til innleggs á vor-
in og um leið keyptar nauðsynjavörur til sumarsins. Haustkauptíð aftur
þegar fé var rekið til slátrunar og þá tekinn út sá forði sem fólk taldi sig