Húnavaka - 01.05.1997, Page 116
114
HÚNAVAKA
þurfa til næsta vors. Hérna væri kannski réttara að segja, það sem fólk
taldi sig geta komist af með því úttektin varð að ráðast af því hversu inn-
leggið var stórt og hvernig reikningar frá fyrra ári eða árum stæðu. Það
var aldrei talað um að fara í búðina og kaupa þetta eða hitt, heldur taka
út eða bara taka því öll viðskipti fóru fram með inn- og útskriftum
Eg heyrði konurnar stundum tala á þennan veg. „Þú hefur nú tekið
þér sirs í svuntu og eitthvað gott sem þú gætir átt í koffortínu til að stinga
upp í krakkana.“ Þessi verslunarmáti þekktist ekki í Reykjavík þegar ég
var að alast upp. Fólk varð að eiga peninga fyrir því sem það þurfti eða
hreinlega láta sig vanta það. Þetta þekkti hún móðir mín og það var
ástæðan fyrir því að hún var komin norður í land með litlu drengina sína
þrjá til að stunda kaupavinnu sumarið 1935.
Okkur var tekið af sannri íslenskri gestrisni í Vamsdalshólum. Við þáð-
um þar góðar veitingar og ekki til að tala um borgun. Þarna þurftum við
að bíða langt fram á kvöld. Forvitin barnseyrun og vökul augu skynjuðu
margt forvitnilegt. Fyrst voru það húsakynnin utan og innan. Herbergið,
sem okkur var boðið inn í, var kallað baðstofa en þó var þar ekkert bað
heldur rúm meðfram veggjum og borð og stólar undir glugga. I einu
horninu lá gömul kona, ég held móðir Kristjáns. Hann sagði okkur að
hún væri búin að liggja rúmföst í mörg ár. Niður úr loftínu yfir sænginni
hékk spotti með tuskuhnúð á endanum sem hún hafði til að hífa sig upp
í rúminu og var kallaður feti. Þegar spurt var um klukkuna, sem var oft á
þessu kvöldi, þá var svarið: Hún er átta, sex sími og hún er tíu, átta sími.
Þetta þurfti skýringa við og hún var sú að í sveitinni var klukkan höfð
tveim tímum á undan réttri klukku svo bændurnir gætu platað sjálfa sig
til að fara fyrr á fætur.
Eg stóð fyrir utan bæinn og horfði hugfanginn yfir Flóðið baðað í mið-
nætursólinni og hvíta svanina rugga rólega, tugum saman á vatnsfletin-
um þegar bílhljóð í fjarska og söngur rauf kyrrðina. Eftir skamma stund
kom bíllinn í augsýn á milli hólanna, hlaðinn pokum og dóti, hvar ofan
á sátu nokkrir menn og gnæfði einn hæst.
Þessi herlegheit námu staðar við heimreiðina og út kom bílstjórinn og
veifaði heim, til merkis um að við ættum að koma. Mér varð starsýnt á
manninn fyrir það að annar fóturinn á honum var styttri og lyftist því
maðurinn upp er hann steig í þann lengri en seig niður þegar hann steig
í þann styttri. Hann var kallaður Bjössi í Koti og átti ég eftir að kynnast
honum og fjölskyldunni í Koti nánar seinna. Þegar búið var að þjappa
okkur inn í stýrishúsið hjá Bjössa hefur þreytan og syfjan náð yfirhönd-
inni því næst vissi ég af mér þegar Bjössi var að fylgja okkur inn í lágan
bæ og sýndi okkur hvar við ættum að sofa. Heimilisfólk var allt í fasta
svefni.
Ævintýrið hélt áfram þó svefninn væri tekinn við og nú var ég að fara