Húnavaka - 01.05.1997, Side 117
HÚNAVAKA
115
upp háa brekku, það suðaði þægilega í gírunum í bílnum og ég reis upp
til að sjá út og mér brá við. Eg var að rísa upp í einhverju rúmi alveg
ókunnugu. „Mamma, hvaða hljóð er þetta sem heyrist?" „Þetta er skil-
vindan, það er verið að skilja mjólkina.“ Þetta þurfti ég að rannsaka svo
ég dreif mig á fætur og fór út. Þegar ég kom út á hlaðið á Snæringsstöð-
um þá blasti við mér mynd sem gagntók mig svo gjörsamlega að ég
gleymdi skilvindunni og stóð stjarfur og drakk í mig alla þessa fegurð.
Sérstaklega fannst mér fallegt að sjá bæina í landslaginu og reykinn sem
liðaðist í logninu upp í loftið. Þetta hafði ég lesið um í barnabókum en
nú sá ég þetta lifandi fyrir mér.
„Eigum við ekki að fara að koma okkur af stað og finna bæinn sem þú
átt að vera á?“, var sagt fyrir aftan mig. ,Jú, mamma, þetta er allt svo
fallegt." Bærinn í Asi stendur vestan í höfða eða ási sem jörðin dregur
nafn sitt af, framarlega í dalnum að vestanverðu, gegnt landnámsjörð-
inni Hofi sem er að austanverðu þar sem Ingimundur gamli nam land
forðum. Heimreiðin að Asi lá í fallegri bogadreginni s-laga línu upp að
bænum og gengið fram hjá údhúsum miðja vegu. I hallinu við bæinn var
kona að raka þegar okkur bar að. Þegar hún sá okkur lagði hún frá sér
hrífuna og gekk á móts við okkur. Hún og mamma tókust í hendur og
síðan rétti hún mér höndina og sagði: „Ert þú blessaður drengurinn sem
ætíar að vera hjá okkur í sumar? Gangið í bæinn.“ Er við gengum í bæinn
sagði hún „Nafna, hann er kominn drengurinn", við gamla konu sem
stóð með barn á handleggnum. Gamla konan horfði á mig eins og hún
læsi eitthvað í mér eða út úr mér og sagði: „Blessaður drengurinn, ertu
ekki svangur góði?“
Þarna mætti mér strax sú mikla umhyggja og mannkærleikur sem
þessar konur bjuggu yfir og ég naut í svo ríkum mæli þau fjögur sumur
sem ég var hjá þessu fólki. Langskólagengið nútímafólk gætí verið stolt ef
það ætti þann siðferðisþroska sem þarna var að finna.
Hjónin, Þorsteinn Bjarnason og IngiríðurJóhannesdóttir, voru leiguliðar
í Asi, hjá þeim hjónum, Guðmundi Olafssyni alþingismanni og Sigurlaugu
Guðmundsdóttur, sem bjuggu í Asi 1894-1937. Guðmundur og Sigurlaug
eignuðust tvo syni sem dóu kornungir en þau tóku mörg fósturbörn.
Þarna var ég hjá þeim tvö sumur, 1935-36, og sumrin 1937-38 var ég
hjá þeim á Undirfelli. Þar voru þau leiguliðar hjá Hólmfríði Jónsdóttur
og Hannesi Pálssyni. Veru mína í Vatnsdalnum, hjá þeim Ingu og Steina,
hef ég alltaf litið á sem dýrmætan þátt í mínu uppeldi og þroska. Fyrra
sumarið mitt í Asi var mitt aðalstarf að hafa ofan af fyrir Stínu dóttur
þeirra. Hún var með kíghósta sem þá var að ganga. Inga eldri var inni og
sá um matseld og önnur innanhússtörf en hjónin unnu allan daginn að
heyskapnum. Eg færði þeim kaffið á engjarnar tvisvar á dag. A morgnana
rak ég kýrnar í haga og sótti þær á kvöldin en Inga yngri mjólkaði. Þó