Húnavaka - 01.05.1997, Page 119
HÚNAVAKA
117
Um ættir afa þíns, Þórunn mín, veit ég svo sem ekki neitt. Að því er ég
best veit fæddist hann í Stykkishólmi 13. júlí 1899. Hann var 12 ára
gamall þegar hann fluttist til föðurbróður síns, Guðmundar Magnússon-
ar í Kod (heitir nú Sunnuhlíð) og konu hans, Guðrúnar Guðbrandsdótt-
ur. Þar ólst hann upp fram á fullorðinsár, fór þaðan í Grímstungu sem
vinnumaður og var þar í nokkur ár.
Saga ömmu þinnar og fóstru hennar er vitnisburður um óhagganlega
tryggð og trúmennsku. Inga var þriðja í röð níu barna Elísabetar Þor-
leifsdóttur frá Stóra-Búrfelli og Jóhannesar Halldórssonar, kenndan við
Móberg, og fædd 8. september 1900. Þau voru þá búsett hjá móðurfólki
Elísabetar og Ingiríðar á Móbergi í Langadal.
Þegar Inga litla er 30 vikna tekur eldri Inga nöfnu sína í fóstur og
leggja þær saman af stað í langa lífsgöngu með nýrri öld. Fyrsti áfangi er
Stóra-Búrfell í Svínavatnshreppi eitt ár, 1901. Næsta ár er hún vinnukona
í Hólabæ í Langadal. Þar á eftir er hún nokkur ár á næsta bæ, Gunn-
steinsstöðum. Þær færa sig nú lengra inn í dalinn og verður hún næst
vinnukona á Auðólfsstöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi. A Torfalæk í Torfa-
lækjarhreppi eru þær nokkur ár í kringum 1915, fara þaðan svo að
Holtastöðum. Frá Holtastöðum fara þær um vorið 1927 að Kornsá í
Vatnsdal. Nú eru þær frænkur á þeim tímapunkti að hlutverkaskipd
verða hjá þeim.
A þessu tímabili kynnist yngri Inga mannsefni sínu, Þorsteini Bjarna-
sjni. Fljótlega fengu þau leigðan hluta af Undirfelli og hófu þar búskap.
Eg veit ekki nákvæmlega hvenær það var en 1935 koma þau í As, voru
þar í tvö ár en fara þá aftur að Undirfelli. Þar eru þau í nokkur ár en
fara svo aftur í As og þar deyr Þorsteinn.
Nú hafði dregið ský fyrir sólu. Þær frænkur stóðu tvær saman en með
tvö börn, annað 11 ára en hitt 6 ára. Þau eru áfram í Asi allt til ársins
1972 en Inga eldri dó 1960 og lauk þá sameiginlegri lífsgöngu þeirra
sem hafði varað í 60 ár.
Næsta hlutverk Ingu er þegar þú, Þórunn, birdst í þessum heimi og
Stína, móðir þín, verður að fara út á Blönduós að vinna dl sjá ykkur far-
borða. En amma þín er áfram heima í Asi og annast þig og Bjarna. Það
kemur að þ\d að Bjarni flyst af heimilinu til að vinna fyrir sér og giftist.
Þið Inga eruð saman í Asi fram tíl ársins 1972 að þið flytjist til Akraness til
Stínu sem þar er að byggja heimili, ásamt Jóni Stefánssyni, manni sínum,
fyrir ykkur öll.
Tryggðin og manngæskan er söm við sig eins og sannast hefur á ykkur
Stínu, Þórunn mín. Eg vona að þú og dóttir þín hafið eitthvert gagn og
gaman af þessum línum.
Skrifað á Blönduósi um áramót 1996 -1997.