Húnavaka - 01.05.1997, Page 126
124
HUNAVAKA
ganga úr stjórninni og kjósa skyldi um sæd hans. Á næstu tveimur árum
var dregið um hver gengi úr stjórninni. Bendir það til þess að starf fé-
lagsins hafi í raun verið að hefjast með þessurn aðalfundi í apríl 1922 en
stofnfundur hafi þó einhvern tíma fyrr verið haldinn. Stofnfundargerðin
er þó ekki varðveitt.
I punktum sem Halldór Jónsson á Leysingjastöðum lét efdr sig um
sögu félagsins segir hann að Jón S. Pálmason á Þingeyrum telji að þegar
árið 1917 hafí áveitumál verið komin til umræðu. Árið 1918 brást hey-
fengur mjög af túnum vegna stórkosdegs kals og mun það mjög hafa rek-
ið á eftir mönnum um áveituframkvæmdir. Málið hefir að sjálfsögðu
þurft töluverðan undirbúningstíma. Það þurftí að mæla landið og gera af
því kort. (Halldór Jónsson: .Áveitufélag Þingbúa." Punktar ..., ,,stofnun“).
í Sögu Búnaðarfélags Islands (bls. 148-149) segir Sigurður Sigurðsson
frá því að engjar í Þingi hafi „ýmsir athugað“. Nefnir Sigurður að dansk-
ur verkfræðingur, L. Block, hafi mælt þær árið 1919 og Loptur búfræð-
ingur Rögnvaldsson hafi teiknað kort af þeim um líkt leyti. Þá athugaði
Valtýr Stefánsson engjarnar árið 1920 „og hvatti til framkvæmda“. Þessar
mælingar og athuganir benda til þess, eins og Halldór á Leysingjastöðum
gerir ráð fyrir, að hreyfing hafi komist á undirbúning áveitugerðar þegar
fyrir 1920 Jjótt fýrst yrði úr framkvæmdum árið 1922. I fróðlegri grein í
Búnaðarritinu árið 1901, bls. 81-104, segir Sigurður Sigurðsson reyndar
frá því að þegar hann var á ferð um Þingið sumarið 1900 hafi hann skoð-
að möguleika á að gera áveitu á Eylendinu. Frásögn þessi sýnir ljóslega að
jDegar um aldamótin 1900 voru menn farnir að velta fyrir sér hvernig
best yrði staðið að því að veita vatni á engið.
Eins og lýst er frantar í greininni stóðu í kringum 1920 víðar yfir
áveituframkvæmdir á landinu. Má vera að þær hafi í og með hvatt bænd-
ur í Þingi til að ráðast í áveitugerð á eigin engi. Þar að auki voru fjár-
mögnunarmöguleikar slíkra framkvæmda að nokkru leyd tryggðir af
ríkinu með styrkjum og lánum úr Viðlagasjóði og ráðunautar Búnaðarfé-
lags Islands studdu þær með ráðgjöf og mælingum. Hvoru tveggja var
vissulega forsenda þess að ráðist yrði í aðgerðir á enginu.
Halldór nefnir í punktum sínum að efdr því sem hann best viti hafi
forgöngumenn að stofnun félagsins verið Jón S. Pálmason á Þingeyrum,
Magnús B. Jónsson í Brekku og Olafur Bjarnason á Akri. Jón boðaði til
fyrrnefnds fundar á Þingeyrum í apríl 1922 og þessir þrír voru kosnir í
stjórn félagsins og sátu í henni fyrsta sprettinn. Olafur hvarf úr stjórn-
inni 1924 og Magnús 1926 og í þeirra stað kornu séra Þorsteinn B. Gísla-
son í Steinnesi ogjón Pálmason á Akri sem báðir sátu lengi í stjórn með
Jóni á Þingeyrum.
Tilgangur félagsins var „að koma á og starfrækja áveitu úr Vatnsdalsá