Húnavaka - 01.05.1997, Page 127
HUNAVAKA
125
Frá byggingu áveitubmarinnar yfir Arfarið hjá Hnausum árið 1922 éba 1923.
yfir engjalönd á Eylendinu í Þingi“, eins og segir í samþykktinni frá 1921
(Samþykkt 295). Félagsmenn eru þeir sem eiga jörð eða jarðarpart
til ábúðar á áveitusvæðinu og var þar um að ræða Bjarnastaði, Hnausa,
Oxl, Brekkukot, Brekku, Steinnes og Þingeyrar í Sveinsstaðahreppi og
Akur, Kringlu og Skinnastaði í Torfalækjarhreppi. Eftir að svokallaður
Stóri-Garður var byggður 1925 í Brekkukvísl taldist hluti af Litlu-
Giljárenginu til áveitusvæðisins. Auk þess skal nefna að Leysingjastaðir
eiga lítinn skika, 12-15 hesta slægju, austan kvíslar á Eylendinu og partur
í Þingeyraengi tilheyrði Geirastöðum.
1 3. grein samþykktar Aveitufélagsins er því lýst hvernig haga skyldi
framkvæmdum:
Áveituna skal þannig gera, að stífla er sett í austari Skriðuva[ð]skvísl
skammt frá norðurenda á Skriðuva[ð]shólma, svo að sama vatnshæð geti
fengist úr kvíslinni um lækjardrag það, sem liggur norður í syðri Hnausa-
tjörn [Lindartjörn] og hæð vatnsins er um suðurenda á Skriðuva[ð]s-
hólma. Framrás fæst þannig úr kvíslinni um Hnausatjarnir yflr engin. -
Stíflur skal gera í farvegi þá á svæðinu, sem leiða vatn af því, og þær fyr-
irhleðslur eða garða, sem nauðsynlegir eru, tihþess að hægt sé að halda
vatni í hæfilegri dýpt um engin, svo og fyrirhleðslur sunnan við Hnausa-
tjörn, til þess að varna flóðum, ef þau koma í ána á óhentugum tíma.
(Samþykkt..., 296).