Húnavaka - 01.05.1997, Page 138
136
HÚNAVAKA
Sumarið 1947 var megninu af áætluðum skurðgrefu-i lokið. Sést það af
því að á aðalfundi 2. apríl 1948 skýrir formaðurinn frá því að eftir sé að
grafa skurð í Litlu-Giljár-parti (þ.e.a.s. stykki í Axlarenginu) og Akurs-
parti og nokkuð á Brekkukotsengi. Þetta verk var unnið um sumarið.
Segir Sigþór í Brekkukoti að hann ogjóhann Guðmundsson hafí lokið
greftri á Eylendinu sumarið 1948 og hófu þeir þá eftir það gröft tún-
skurða í Þinginu og var byrjað í Brekku og á Litlu-Giljá. Síðan var farið
fram á bæi og unnið þar sumarið 1949 og endað á Haganum 1950. Hvarf
grafan eftir það úr sveitinni.
A aðalfundinum í júlí 1949 þegar uppgjör á framkvæmdakostnaði fór
fram var samþykkt að bæta skurðum í Hnausa- og Axlarengi „að svo
miklu leyti sem talið er nauðsynlegt" og verði það gert „svo fljótt sem
ástæður leyfa og sé kostnaði við þá framkvæmd bætt við heildarupphæð-
ina“. Þetta verk var unnið sumarið 1953. I fundargerð frá 2. nóvember
1953 er þess getið að lokið sé framræslu í Axlar- og Hnausaengi. Virðist
framræslu engjanna þá endanlega lokið.
Skurðgröfturinn á Eylendinu liaíði í för með sér að víða þurfti að gera
brýr og ræsi. Voru flestar brýrnar úr timbri en einstöku voru steyptar.
Kostnaður við framræsluna og umfang
framkvæmdanna
Heildarframkvæmdakostnaður við framræsluna á Eylendinu árin 1945-
49 var nærri 170.000,00 kr. Er þá litið fram hjá fjármagnskostnaði en
hann var talsverður þegar á framræsluárunum því taka þurfti skamm-
tímalán til að fjármagna verkið. 50.000,00 kr. lán úr Ræktunarsjóði, sem
var tekið árið 1947, var eina lánið dl langs tíma. Framræslan var styrkt af
ríkissjóði og fékkst þaðan styrkur samtals að upphæð kr. 46.366,78. Fé-
lagið hafði í enga eigin sjóði að ganga en að sjálfsögðu var jafnað niður á
jarðeigendur gjaldi er gekk upp í framræslukostnaðinn. I fundargerð
stjórnarfundar í október 1949 koma fram upplýsingar um hve mikið hver
jarðeigendanna hafði fram að þ\4 greitt. Félagsmenn teljast þá vera bún-
ir að greiða samtals 46.772,00 kr. upp í kostnað eða 104,54 kr. á hektara
samkvæmt niðurjöfnunarreglum er gerðu ráð fyrir að framræslusvæðið
væri 454,9 ha. Til að gefa nánari hugmynd um það hvað hver bændanna
varð að leggja til framræslunnar árlega má nefna að árið 1947 var jafnað
niður 26 krónur á hvern hektara Iands og 1948, 45 krónur. Til saman-
burðar er hægt benda á að tímakaup reyndari gröfumannsins var árið
1946, átta krónur á klukkustund og 1947, tólf krónur.
Til fróðleiks má geta þess að til samans voru grafnir 62.327 m3 árin