Húnavaka - 01.05.1997, Page 141
HUNAVAKA
139
áveitunnar. Þegar til alls þessa er litið er ástæða til að spyrja hvort fram-
kvæmdir á Eylendinu hafi skilað bændum aftur því sem þeir lögðu fram
til að bæta það. Það er viðfangsefni síðari hluta ritgerðarinnar að varpa
ljósi á það eins og kostur er.
Aftanmálsgreinar
1. Almennt yfirlit um engjarækt, áveitur og framræslu er að finna í eftirtöldum rit-
um: Arnór Sigurjónsson: „Þættir úr íslenskri búnaðarsögu“, 32-38; Búnaðarsam-
tök á íslandi 150 ára 1837-1987 I, 53-56, 415-422; Jón Guðnason: Verkmenning
Islendinga. Landbúnaður, 11-14, 25-33; Þorkell Jóhannesson: Búnaðarfélag Is-
lands. Aldarminning I, 145-154, 328-340; Sigurður Sigurðsson: Búnaðarfélag Is-
lands. Aldarminning II, 64-65, 121-154. Tölur um þróun túnstærðar á landinu
eru fengnar úr grein Arnórs Siguijónssonar, bls. 38-51.
2. Fyrri fundargerðabók Aveitufélagsins (1922-47) hefur engin blaðsíðutöl svo
óhægt er um vik að vitna öðruvísi til hennar en í dagsetningar fundargerða. Er
það og nokkurn veginn jafnskýrt og tilvísanir til blaðsíðna. Til að halda samræmi
í greininni er vísað á sama hátt til síðari fundargerðabókarinnar, sem byrjað var
að færa árið 1948, þótt þar séu blaðsíður númeraðar. Látið er nægja að nefna í
meginmáli um hvaða fundargerðir er að ræða hverju sinni en ekki vísað í svig-
um eða neðanmálsgreinum frekar til þessara heimilda.
3. Kostnaðartölur og aðrar staðreyndir um umfang framræslunnar voru dregnar
saman úr reikningum félagsins árin 1945-53 og fylgiskjölum þeirra, svo sem
vinnuskýrslum gröfumannanna og skýrslum þeirra er mældu skurðina ár hvert.
Skrá um heimildamenn og prentaðar heimildir verður birt með síðari hluta þessarar
greinar.
FRÁ ÞORBIRNI KÓLGU
Það sumir segja frá Kólku tröllkonu telja aðrir að eigi að vera um bónda þann,
berserk mikinn, Þorbjörn kólga héti og byggi á Kólgumýrum á Asum í Húnaþingi.
Reri hann á Hafnarbúðum og ætti að vera í heiðni. Og því væri hann Kólga kallaður
að út í hvert stórviðri reri hann og aldrei kallaði hann sjó ófæran. En veiði haíði
hann á Kólguflóa á Kúluheiði, aðrir telja hann þar í seli haft hafa.
Syrpa Gísla Konráðssonar.