Húnavaka - 01.05.1997, Page 149
HUNAVAKA
147
þess nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir samfélagið þar. Hún lét sig mjög
varða málefni kirkjunnar og sat lengi í sóknarnefnd Höfðasóknar. Hún
hafði unun af tónlist og söng í fjölda ára með kór Hólaneskirkju enda
hafði hún fallega söngrödd.
Hildigunnur var eftirminnileg kona. Persóna hennar einkenndist af
fegurð og sérstökum glæsileika. Hún hafði jákvæða afstöðu til lífsins og
bar í hjarta sínu hlýju til allra manna. Hún bar óvenju mikla umhyggju
fyrir hverjum og einum af samferðafólki sínu og sýndi það í verki. Hún
naut þess að vera innan um annað fólk og flutti með sér gleði og birtu
hvar sem hún kom. Hún bjó yfir miklum sálarstyrk sem kom fram í lífi
hennar öllu, ekki síst síðustu árin er hún háði langvinna baráttu við erf-
iðan sjúkdóm.
Utför hennar fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 6. janúar en
hún var borin til moldar í Melstaðarkirkjugarði.
Sr. Egill Hallgrímsson.
Guðmundur Sigurðsson,
Leifsstöðum
Fœddur 29. janúar 1922 — Dáinn 4. janúar 1996
Guðmundur Sigurðsson fæddist, lifði og dó á Leifsstöðum í Svartárdal.
Foreldrar hans voru Leifsstaðahjónin, Sigurður Benediktsson, dáinn
1974 og Ingibjörg Sigurðardóttir, dáin 1959. Börn þeirra hjóna urðu 12
en átta þeirra komust upp og var Guðmundur næstelstur. Að Guðmundi
látnum eru aðeins þrjú á lífi. Þau eru: Þóra í Hvammi í Svartárdal, Aðal-
steinn og Sigurbjörg á Leifsstöðum. Hin sem komust til fullorðinsára
voru: Soffía, fædd 1917, dáin 1968, bjó á Skagaströnd. Guðrún Sigríður,
fædd 1924, dáin 1975, bjó í Finnstungu. Sigurður, fæddur 1926, dáinn
1984 og Björn, fæddur 1930, dáinn 1988, þeir bjuggu á Leifsstöðum.
Yngri ár Guðmundar liðu við leik og störf, að mestu heima í Svartár-
dalnum. Auk bústarfa vann hann að uppbyggingu húsa og vega, vann
marga sláturtíð á Blönduósi og hann tók þátt í félagslífi í sveitinni.
Guðmundur kvæntist Sonju S. Wiium en þau skildu eftir rúmlega 20
ára hjónaband. Sonja átti eina dóttur, Sonju Guðríði, sem kom ársgömul
með móður sinni í Leifsstaði og reyndist Guðmundur henni hinn besti
faðir. Hún býr nú í Norðurhaga og er maður hennar Ragnar Bjarnason.
Guðmundur og Sonja eignuðust fjögur börn og ólu upp tvo fóstur-
syni: Sigurður Ingi býr á Syðri-Löngumýri. Kona hans er Birgitta H. Hall-