Húnavaka - 01.05.1997, Page 154
152
H ÚNAVAKA
miklum ágætum. Voru þeir bræður, Sigurður og Jóhannes, búhöldar
miklir og með afbrigðum vinsælir meðal sveitunga sinna.
„Það var mikið lán að fá að alast upp á þessu ágæta heimili“, eins og
einn af sonum Klöru komst að orði við lát annars bræðranna.
Þau Sigurjón og Klara eignuðust tvo sonu, Jónas, starfsmann Mjólkur-
samlagsins á Blönduósi en kona hans er Brynja Barðadóttir og Hávarð,
starfsmann Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi sem kvæntur er Sól-
borgu Þórarinsdóttur frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.
Árið 1972 flutti hún ásamt sonum sínum til Blönduóss þar sem hún
bjó í skjóli sonar síns, Hávarðar og konu hans. Naut hún þar umhyggju
þeirra og alúðar allt til dauðadags.
Síðustu þrjú ár ævi sinnar átti hún við mikla vanheilsu að stríða. Hún
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi, 84 ára að aldri. Klara var hæglát
kona og vinamörg. Hennar æðsta köllun í lífinu var að ala upp börn sín
og hlynna að þeim.
Útför hennar fór fram frá Þingeyrakirkju 27. janúar.
Sr. Arni Sigurösson.
Kristín Bjarnadóttir,
Blönduósi
Fœdd 18. maí 1932 - Dáin 30. janúar 1996
Kristín Bjarnadóttir fæddist á Blönduósi og bjó þar alla tíð. Foreldrar
hennar voru Ingibjörg Þorfinnsdóttir frá Glaumbæ í Langadal, dáin
1968 og Bjarni Bjarnason frá Illugastöðum á Laxárdal, dáinn 1967. Kristín
var yngst fimm systkina. Elstur er Þorfmnur, búsettur í Reykjavík. Þá
Hulda sem býr á Blönduósi. Tveir bræður fengu nafnið Bjarni, sá eldri
lést á þriðja ári, hinn yngri rúmlega tvítugur.
Æskuheimilið var í húsinu sem nefnt er Tilraun og þar var bæði skóli,
bókasafn og símstöð bæjarins. Auk barnaskólanáms var Kristín einn vet-
ur í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Ung að árum gekk hún að eiga Baldur Sigurðsson frá Brekkukoti en
hann lést í ágúst 1991. Börn þeirra eru fjögur: Hulda sem nú er búsett á
Húnavöllum. Sambýlismaður hennar er Stefán Jónasson. Sigurður sem býr
á Þórshöfn. Kona hans er Jóhanna Helgadóttir. Ingibjörg Bjarney býr í
Garði í Hrunamannahreppi. Maður hennar er Helgi Jóhannesson. Reynir
býr í Reykjavík og er sambýlismaður hans Magnús H. Skarphéðinsson.
Kristín og Baldur voru einhuga í að mynda kærleiksríka, samhenta