Húnavaka - 01.05.1997, Page 157
HUNAVAKA
155
Neðstabæ í Norðurárdal og þar ólst Jóhanna upp ásamt fjórum systkin-
um. Nöfn þeirra eru; Sveinbjörn, Guðrún, Indíana og Auðbjörg. Syst-
urnar komust allar upp, giftust og eignuðust afkomendur en Sveinbjörn
dó ungur, aðeins tuttugu og þriggja ára gamall. Indíana er sú eina af
systkinunum sem er á Iífi en hún býr í Kópavogi.
Foreldrum Jóhönnu hefur verið lýst þannig að þau hafi verið vinsæl og
vel látin, greiðvikin og hjálpfús og heimilisbragur þeirra allur til fyrir-
myndar. Er ljóst að Jóhanna fékk á bernsku-
heimili sínu gott veganesti út í lífið til að
verða sú gæfumanneskja sem hún varð.
Þegar hún var tuttugu ára gömul giftist hún
Magnúsi Björnssyni, bónda og fræðimanni á
Syðra-Hóli. Leið þeirra lá síðan saman allt til
þess að Magnús andaðist árið 1963. Þau
bjuggu alla sína búskapartíð á Syðra-Hóli eða
í fjörutíu og sex ár, seinustu árin í félagi við
Björn, son þeirra. Þau eignuðust alls sex börn
en þau eru: Hólmfríður sem býr á Akureyri,
María sem býr á Skagaströnd, Björn bóndi á
Syðra-Hóli en nýlega fluttur á Blönduós,
Sveinbjörn Albert sem bjó á Blönduósi en er
látinn, Guðrún Ragnheiður en hún dó í barnæsku og Asdís sem býr á
Akranesi.
Eftir að Magnús andaðist var Jóhanna áfram á Syðra-Hóli í átján ár hjá
syni sínum og tengdadóttur en árið 1981 flutti hún í íbúð fyrir aldraða
við Ægisgrund á Skagaströnd. Þar var hún í fjögur ár uns hún fór á Hér-
aðssjúkrahúsið á Blönduósi haustið 1985. Þar lést hún.
Jóhanna var eftirminnileg kona og á margan hátt var hún langt á und-
an samtíð sinni. Hún var björt yfirlitum, alltaf snyrtilega klædd en þó
með látlausum hætti.
Sunnan við bæinn ræktaði hún fallegan garð. Þar óx ýmiss konar trjá-
gróður og svo mikið af alls konar blómum að þar var eitt blómahaf. Við
bæinn ræktaði hún einnig ótal margar tegundir af matjurtum. Innan-
dyra var einnig mikið af vel hirtum og gróskumiklum blómum í gluggun-
um og á borðum. Var garðræktaráhuginn henni ástríða enda má segja
að hún hafi haft þann hæfileika að geta látið allt gróa í kringum sig.
Auk garðræktaráhugans hafði hún áhuga á mannrækt og var í því efni
einnig langt á undan sinni samtíð. Henni var hugað um heilbrigt matar-
æði og heilbrigt líferni og lagði sig fram um að kynna sér þau efni.
Mannræktaráhugi hennar náði einnig inn á hið andlega og trúarlega
svið. í bernsku hafði hún alist upp við traustan grunn kristinnar guð-
rækni og bjó að honum. Hún lét sér annt um kirkjuna og voru húslestr-