Húnavaka - 01.05.1997, Page 158
156
HÚNAVAKA
ar lesnir á Syðra-Hóli lengur en víða annars staðar. Var trúarlegur áhugi
hennar órjúfanlega samtengdur áhuga hennar á að leggja rækt við lífíð.
Hún skoðaði andleg efni út frá víðari og fjölbreytilegri sjónarhornum en
almennt tíðkaðist. Ný kristileg rit, sem báru með sér víðsýni og ferska
strauma, voru lesin í húslestrum. Og fyrir sjálfa sig las hún merk rit um
guðspeki og önnur andleg efni. Hún lagði sig fram um að innræta börn-
unt sínum þekkingu og virðingu fyrir jafnt þjóðlegum fróðleik sem and-
legum.
Af ofangreindu má sjá að Jóhanna var óvenju víðsýn, greind og starfs-
söm kona. Ut frá henni stafaði sérstakri birtu og hlýju þannig að í
námunda við hana leið öllum vel. A Syðra-Hóli var ætíð gestkvæmt og
gestrisni mikil.
Allt sem einkenndi Jóhönnu tengist saman í því lífsviðhorfi eða lífs-
stefnu að vilja með öllum ráðum hlúa að lífmu, stuðla að vexti þess og
þroska, jafnt á hinu efnislega sem hinu andlega sviði.
Útför hennar var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 9. mars.
Sr. Egill Hallgrímsson.
Sigríður Guðlaugsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 14. maí 1908 - Dáin 25. mars 1996
Sigríður Guðlaugsdóttir fæddist að Spákonufelli. Foreldrar hennar voru
Arnbjörg Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Guðmundsson sem þar bjuggu á
jarðarparti. Þaðan fluttu þau, er Sigríður var barn að aldri, að Sæunnar-
stöðum í Hallárdal og bjuggu þar nokkuð lengi. Þar átti Sigríður sín
bernskuár. Frá Sæunnarstöðum fluttu þau síðan að Vakursstöðum í sama
dal og dvöldu þar í fjórtán ár. Sjö barna þeirra komust upp en nöfn
þeirra eru: Þorsteinn, Guðmundur, Sigurður, Sigurlaug, Sigríður, Olafur
og Aslaug. Öll eru þessi systkini nú látin nema Sigurlaug en hún dvelur á
Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi.
Þó foreldrar hennar væru leiguliðar sem berjast þurftu harðri baráttu
við að koma upp stórum barnahópi, átti Sigríður góða bernsku hjá þeim
í Hallárdalnum. Það hjálpaði til að Sæunnarstöðum fylgdu ágætar engj-
ar þó túnin væru ekki mikil. Sigríður var komin af æskuskeiði og flest
systkinanna farin að heiman þegar hún flutti ásamt foreldrum og Þor-
steini bróður sínum að Lida-Felli hjá Skagaströnd. Þar voru þau í nokkur
ár en á því tímabili fór hún til Reykjavíkur og var þar í vinnumennsku í