Húnavaka - 01.05.1997, Síða 162
160
HÚNAVAKA
Ung að árum fór Margrét til ísafjarðar og nam þar karlmannafata-
saum sem segja má að yrði ævistarf hennar. Að því námi loknu fluttist
hún til Reykjavíkur þar sem hún vann að saumaskap þar til starfsævi
hennar lauk, lengst af hjá klæðaverslun Andrésar Andréssonar.
Arið 1976 flutti hún til Blönduóss og bjó síðan ásamt Soffíu systur
sinni í íbúð aldraðra að Hnitbjörgum. Voru þær systur mjög samrýndar
og studdu hvor aðra í hvívetna.
Margrét lést á Héraðssjúkrahúsinu 92 ára að aldri. Með henni er horf-
in sjónum vorum greind kona, gjörhugul og lu einskiptin í skoðunum.
Hún var háttprúð í allri framkomu og ein af þeim hógværu sem erfðu
landið eins og heilög ritning hermir.
Margrét var kona tryggðar og góðvilja. Þess nutu þeir í ríkum mæli er
eignuðust vináttu hennar.
Hún var mikil hannyrðakona og bar heimili þeirra systra á Hnitbjörg-
um þess ríkan vott.
Utför hennar fór fram frá Blönduósskirkju 13. apríl.
Sr. Arni Sigurðsson.
Björn Pálsson,
Ytri-Löngumýri
Fœddur 25. febrúar 1905 - Dáinn 11. apríl 1996
Björn Pálsson fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal. Foreldrar hans voru
Páll Hannesson og Guðrún Björnsdóttir sem bjuggu fyrstu búskaparárin
sín á Snæringsstöðum en fluttu síðan að Guðlaugsstöðum í Blöndudal.
Björn var þriðji í röð sjö systkina sem komust til fullorðinsára en fimm
systkini dóu ung. Með Birni er nú horfinn sá síðasti í systkinahópnum.
Systkini Björns voru þessi: Hannes, fæddur 1898, dáinn 1978, bóndi á
Undirfelli og síðar fulltrúi hjá Búnaðarfélagi Islands. Elinbergur, fæddur
1903, dáinn 1932. Guðmundur Jóhannes, fæddur 1907, dáinn 1993,
bóndi á Guðlaugsstöðum. Hulda, fædd 1908, dáin 1995, húsfreyja á
Höllustöðum. Halldór, fæddur 1911, dáinn 1984, búnaðarmálstjóri. Ár-
dís, fædd 1916, dáin 1985, hárgreiðslukona.
Björn ólst upp á Guðlaugsstöðum og varð búfræðingur frá Hólum
1923. Arið 1925 stundaði hann nám viö Samvinnuskólann í Reykjavík og
síðar menntaði hann sig í Noregi og Danmörku. Þá fór hann til Astralíu
og Nýja Sjálands að kynna sér sauðfjárbúskap, vinnslu kjöts og markaðs-
mál.