Húnavaka - 01.05.1997, Page 163
HUNAVAKA
161
Frá 1930 var Björn bóndi á Ytri - Löngumýri. Þar var byggt og ræktað,
plægt og grafíð af dugnaði. Umsvifin voru mikil og búskapurinn fjöl-
breyttur. Fyrstu árin hafði Björn ráðskonur en 1945 kvæntist hann Olöfu
Guðmundsdóttur, frá Flatey á Skjálfanda, sem fædd var 10. mars 1918.
Olöf og Björn eignuðust 10 börn. Þau eru:
Aslaug Elsa hjúkrunarforstjóri í Reykjavík,
maki: Pétur Þorkelsson. Guðrún kennari í
Reykjavík, maki: Einar Leifur Guðmundsson.
Páll sýslumaður á Höfn, maki: Olafía Hans-
dóttir. Guðmundur sýslufulltrúi í Hafnarfírði,
maki: Edda Snorradóttir. Halldór verkamað-
ur í Reykjavík. Hafliði Sigurður vélstjóri bú-
settur í Reykjavík. Björn bóndi á
Ytri-Löngumýri, maki: Oddný María Gunn-
arsdóttir. Þorfínnur Jóhannes bankastarfs-
maður í Reykjavík, maki: Aðalheiður
Bragadóttir. Brynhildur búsett í Reykjavík.
Böðvar sjómaður, búsettur í Reykjavík.
Björn Pálsson var fjölhæfur maður, áhugasamur um mannlíf og at-
vinnuvegi. Auk þess að vera drífandi bóndi tók hann þátt í stjórnarstörf-
um í Kaupfélagi Húnvetninga og Sláturfélagi. Hann var oddviti
Svínavatnshrepps 1934-1958 og sat í sýslunefnd 1946-1958.
Búskapurinn og hreppurinn reyndust Birni of þröngur vettvangur.
Hann tók nú að sinna verslun og útgerð og síðan stjórnmálum ásamt bú-
skapnum. Arin 1955-1959 var hann kaupfélagsstjóri á Skagströnd. Þar
stofnaði hann útgerðarfélagið Húnvetning 1957 og Húna hf. 1962 og
rak útgerð um árabil. Björn var alþingismaður 1959-74. Eftir þing-
mennskuna hélt hann búskapnum áfram.
Björn var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann hafði sjálfstæðar
skoðanir og hikaði ekki \ið að standa við málstað sinn jafnvel þótt hann
stæði einn. I stjórnmálum var hann ekki bundinn á klafa af Framsóknar-
flokknum þó að það væri flokkur hans og hann átti nána og góða vini í
hinum flokkunum jafnt sem sínum.
Það voru einkenni á Birni að hann hafði óbilandi trú á því sem hann
tók sér fyrir hendur og vann kappsamlega að því að koma málum sínum
í höfn. Með sama hætti taldi hann kjark í margan samferðamanninn og
studdi menn til þess að láta ekki í minni pokann. Björn lét ekki hlut sinn,
hann vildi hafa betur hvort sem var í búskap, útgerð, stjórnmálum eða
málaferlum. Hann hafði gaman af þ\í sem hann tók sér fyrir hendur og
var hraustur og glaður, áræðinn og djarfur. Persónuleiki hans rúmaði
miklar andstæður. Hann var í senn harður og duglegur, umhyggju- og
dllitssamur. Hann gat staðið upp í hárinu á yfirmönnum og löglærðum