Húnavaka - 01.05.1997, Page 164
162
HÚNAVAKA
án þess að vera óvinur þeirra og hann veitti mörgum lítilmagnanum
hjálp án þess að á því bæri. Hann var stríðinn og þrasgefinn, tuskaðist
við vinnumenn og sveitadrengi sína og talaði \dð alla sem jafningja. Björn
var mælskur og hafði gaman af að krydda mál sitt með kímni og stríðni
svo hann átti auðvelt með að fá áheyrn og vekja kátínu.
Stórbrotinn og stórhuga sveitarhöfðingi og alþingismaður er horfmn
af sjónarsviðinu. Hann lét sjálfur skrá æviminningar sínar undir heitinu
„Ég hef lifað mér til gamans“. Gleði og ánægja einkenndu líf og störf
Björns Pálssonar. Honum var mikið gefíð og hann notfærði sér það allt.
Greind og heppni, glaðværð og kjarkur unnu saman og skreyttu líf hans,
honum sjálfum og öðrum til gleði og gæfu.
Utför Björns fór fram frá Blönduósskirkju 20. apríl. Hann var grafinn
í heimagrafreitnum á Guðlaugsstöðum.
Sr. Stína GíslacLóttir.
Valgarð Ásgeirsson,
Blönduósi
Fœddur 25. október 1927 -Dáinn 22. apríl 1996
Valgarð var fæddur á Blönduósi. Hann var yngstur barna hjónanna, Ás-
geirs múrarameistara Þorvaldssonar Asgeirssonar prests á Hjaltabakka
og konu hans, Hólmfríðar Zophoníasdóttur er ættuð var úr Borgarfirði.
Þau systkinin voru 10 og eru fjögur þeirra á lífi. Einnig áttu þau einn
fósturbróður, Hrafn Marínósson, síðar lögregluþjón i Reykjavík en hann
er látinn fyrir allmörgum árum. Valgarð ólst upp í foreldrahúsum á
Blönduósi.
Ungur að árum fór hann tíl náms í Reykjaskóla í Hrútafirði og nam þar
um tveggja veun skeið, 1945 -1947. Að burtfararprófi loknu innritaðist hann
í Iðnskólann í Reykjavík og nam þar múraraiðn en vann á sumrum hjá föð-
ur sínum á Blönduósi og í nærsveitum. Hann lauk sveinsprófi í múrsmíði
vorið 1949. Meistarabréf í iðninni hlaut hann þann 14. júní árið 1952. Næstu
árin vann hann að iðn sinni á heimaslóðum.
Þann 5. maí 1952 gekk hann að eiga Onnu Arnadóttur frá Miðgili í
Langadal. Hófu þau búskap sinn á Blönduósi þá um vorið. Bjuggu þau
lengst af á Brekkubyggð 6 þar sem hann átti heimili sitt til dauðadags.
Eignuðust þau sjö börn en þau eru: Vilborg Arný en sambýlismaður
hennar er Arni Baldursson, eru þau búsett í Reykjavík. Hólmfríður
Hrönn, gift Emil Þorbjörnssyni, búsett á Blönduósi. Sturla, vélstjóranemi