Húnavaka - 01.05.1997, Page 166
164
HUNAVAKA
Árný Halla Magnúsdóttir,
Skagaströnd
Fœdd 6. febrúar 1909 — Dáin 12. maí 1996
Árný Halla Magnúsdóttir fæddist að Þverá í Hallárdal. Foreldrar hennar
voru hjónin, Ingunn Þorvaldsdóttir og Magnús Ólafur Tómasson og var
Árný Halla fýrsta barn þeirra. Á Þverá bjuggu þá móðir Magnúsar, Halla
Guðlaugsdóttir og síðari maður hennar, Árni Hallgrímsson. Árið eftir
fluttu þau Ingunn og Magnús frá Þverá að Víkum á Skaga og síðan að
Skeggjastöðum til að hefja sjálfstæðan bú-
rekstur. Var Ingunn þá orðin þunguð að öðru
barni sínu og skildu þau Árnýju eftir á Þverá
svo hún gæti verið þar hjá ömmu sinni og
fósturafa meðan þau kæmu upp búi sínu. Fór
svo að hún varð hjá þeim alla sína barnæsku.
Þau tóku einnig annað stúlkubarn á svipuð-
um aldri í fóstur, Önnu Gísladóttur frá Viðvík
á Skagaströnd. Meðan þær voru kornungar
fluttu þau Halla og Árni bú sitt að Sæunnar-
stöðum í Hallárdal og bjuggu þar síðan. Þar
ólst Árný upp ásamt Önnu og héldust tengsl
þeirra nppeldissystranna ævilangt.
Árný var að komast á unglingsár þegar
amma hennar og fósturafi þurftu að hætta búskap. Þá skildu leiðir. Fór
Árný þá fyrst í Árbakkabúð á Skagaströnd til föðursystur sinnar sem þar
bjó en síðan til foreldra sinna og systkina að Skeggjastöðum. Eftir nokkra
dvöl hjá þeim fór liún ung þaðan að vinna fyrir sér. Var hún næstu ára-
tugina í vinnumennsku á ýmsum stöðum, mest á Norðurlandi en einnig
fyrir sunnan.
Að upplagi var Árný sveitakona sem hafði yndi af að umgangast og
annast skepnur. Því réðist hún í að kaupa sér óbyggðan landskika við
byggðina á Skagaströnd, þar sem nú eru Bogabraut og Ránarbraut og
byggði lítið íbúðarhús á landinu ásamt útihúsum. Hún nefndi húsið
Sunnuhlíð. Um svipað leyti kynntist hún Sigurjóni Eðvarð Jóhannssyni
frá Ósi í Nesjum. Þau gengu í hjónaband árið 1948 en slitu samvistir um
fimmtán árum síðar. Þau eignuðust tvær dætur, Önnu Báru sem býr í
Varmahlíð í Skagafirði og Öldu Ragnheiði sem býr á Skagaströnd.
Árný var lengst af með talsverðan bústofn í Sunnuhlíð, kindur, kýr,
hænsni og hest. Ævistarf hennar, efdr að hún flutti þangað, var að annast