Húnavaka - 01.05.1997, Page 169
HÚNAVAKA
167
eins í hjónabandinu, heldur í allri prestsþjónustu sr. Péturs. Var hér um
slíkan örlagaatburð að ræða á ævi hans að skipta má lífi sr. Péturs og
þjónustu í tvö, að ýmsu leyti, frábrugðin tímabil, tímann fyrir og eftir að
Dómhildur kom inn í líf hans. Þau eignuðust tvo syni en þeir eru Jón
Hallur framkvæmdastjóri á Akureyri og Pétur Ingjaldur viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík.
Eftir að sr. Pétur hætti þjónustu fluttu þau til Reykjavíkur og áttu þar
mörg góð ár. Þar vann Dómhildur að safnaðarstarfi meðal aldraðra og sr.
Pétur leiddi helgistundir og flutti erindi. Hann var og kosinn formaður í
félagi fyrrverandi sóknarpresta. Þau ferðuðust mikið á þessum tíma bæði
innanlands og utan. Arið 1992 fluttu þau aftur norður í Húnaþing og
bjuggu sér heimili á Blönduósi. Hann lést þar á sjúkrahúsinu.
Sr. Pétur var stórbrotinn og eftirminnilegur persónuleiki sem setti
sterkan svip á umhverfi sitt hvar sem hann kom. Hann var áberandi hisp-
urslaus í framkomu og kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur.
Yfírborðsmennska, fals eða tepruskapur voru honum víðs fjarri. Hann
gat virst hrjúfur og grófgerður í tali og framgöngu en í huga þeirra sem
kynntust honum og fengu að reyna þjónustu hans var hann virtur maður
og heill í lund. Hann bar hlýju og manngæsku undir hrjúfu yfirborðinu
og hafði djúpa innsýn í mannlegt eðli. Meðal þess sem veitti honum
mesta ánægju í lífinu var að vera meðal fólks. Hann var eftirtektarsamur
um allt, minnugur og margfróður og hafði slíkan áhuga á lífi og kjörum
fólks að alltaf var nóg um að tala við hvern sem var.
Sr. Pétur hafði kímnigáfu sem var einstök og óijúfanlegur hluti af per-
sónu hans. Yfir andlit hans færðist oft sposkt bros sem um leið var fallegt
og milt. Eins og öllum mönnum sem eiga sanna lífsgleði í hjarta sínu var
honum enginn vandi að gera grín að sjálfum sér. Hann var mikill sögu-
maður og slík var frásagnargáfa hans að þeir, sem hlustuðu á hann lýsa
með sögum sínum mönnum og atburðum, gleyma ekki þeirri reynslu.
Um hann sjálfan, tilsvör hans og athugasemdir, hefur myndast slíkur
sjóður frásagna að segja má að hann hafi orðið þjóðsagnapersóna þegar
í lifanda lífi. Á mannamótum meðal sóknarbarnanna var sr. Pétur
ómissandi og var þá eins og við mátti búast hrókur alls fagnaðar. Fáir
gátu flutt jafn góðar tækifærisræður og hann.
Sr. Pétur var hafsjór af fróðleik um margvísleg efni, einkum þjóðlegan
fróðleik en um leið \dldi hann sífellt vera að bæta við fróðleik sinn. Einna
mest áberandi var áhugi hans á ættfræði en sá áhugi var samofinn áhuga
hans á mannlífinu öllu. Þegar nýtt fólk fluttist í prestakallið eða aðkomu-
menn urðu á vegi hans þá gekk hann beint í veg fyrir þá, oftar en ekki án
þess að kynna sig og spurði formálalaust, á þann hátt sem honum ein-
um var lagið: „Hver ertu? Hverra manna ert þú?“ Margir eru þeir eflaust
orðnir sem hefur brugðið við svo óvæntar spurningar frá þessum alþýð-